Morgunn - 01.12.1934, Page 43
MORGUNN
169
þetta var alveg satt, sem þú sagðir mér um daginn. Það
var hjá mér stúlka, sem lítur út eins og þú sagðir“.
Þetta er nú smávægilegt, en það sýnir þó, að eg hef i
heyrt og séð rétt á þessari sálför minni.
Eg sný mér þá að því, sem sérstaklega Jýtur að
nafninu á þessu erindi, sem auglýst hefir verið, kem með
fáein sýnishorn þess, sem menn hafa fengið frá fram-
liðnum ástvinum sínum. Það er auðvitað misjafnt, sem
menn fá, og margvíslegum skilyrðum bundið. En um
það, sem sá maður hefir fengið, sem eg ætla næst að segja
frá, virðist mega fullyrða, að þar hafi hvorttveggja kom-
ið til greina, frábær móttökuhæfileiki og samúð hjá fund-
armanninum og einstakur dugnaður og lægni konunnar,
sem samband náðist við. Reynsla mín er sú, að hvort-
tveggja sé á mjög mismunandi stigi í báðum heimunum.
Þá ætla eg að segja frá fundum þeim, sem Jón Guð-
mundsson hefir fengið hjá mér. Tveir fyrstu fundirnir
voru haldnir hjá E. H. Kvaran, og þá skriíaðir upp af
E. Loftssyni kennara, en 3. fundurinn er einkafundur, er
Jón Guðmundsson fékk heima hjá mér, og maðurinn
minn skrifaði þá upp. Jón Guðmundsson hefir sjálfur yf-
irfarið frásögnina með mér, og gefur sjálfur skýringar
á lýsingunum og frásögnum þeim, sem Jakob litli flutti
á milli.
Eg byrja þá á fyrsta fundinum. Jakob, sem er einn
af stjórnendum mínum, lýsti fyrir honum.
Það stendur hjá þér kona í íslenzkum búning, hárið
stutt, en fallega hrokkið, hefir fallegt enni, fjörleg og at-
hugul augu, og hefir tekið vel eftir öllu ; hvítleit í andlit-
inu; hún hefir verið mjög kát, glettin, full af gríni, stund-
um getað verið hálf-neyðarleg í orði, haft gaman af að
glettast, en alt í gamni. Hún er kát, létt og lifandi, ligg-
Ur við hún fljúgi, afskaplega er hún glöð og kát. Hún
hefir líka verið fjarska vinnusöm og stjórnsöm, og alt
ffengið vel, sem hún hefir snert á. (E. H. Kvaran spyr: