Morgunn - 01.12.1934, Side 49
MORGUNN
175
unnar voru vinkonur. — Teppið, sem hún sýnir, er til
heima hjá mér, og er heklað úr marglitum „dúllum“ og
haft yfir körfustól. Draumnum um hvíta hestinn, sem
lýst er, man eg glögt eftir að hún sagði mér frá, og síð-
ari draumnum, sem sagt er frá, man eg einnig eftir, að
hana dreymdi og hún sagði mér, rétt áður en það slys
vildi til í Dýrafirði, að tveir unglingspiltar drukknuðu
þar; þriðji maðurinn, er drukknaði nokkrum dögum
seinna, var Guðni Guðmundsson, ,er lengi var kaupmaður
á Dýrafirði.
Sömuleiðis er lýsingin af heimili föður míns rétt,
þar sem hann bjó og eg ólst upp, en bræður mínir voru
tveggja ára, er þeir dóu, en mjög stórir eftir aldri, og
auðskiljanlega ekki gott að ákveða réttan aldur, því að
Þroskinn er svo misjafn. Faðir minn var 39 ára, er hann
dó. — Einnig er það rétt, sem konan mín mintist á vin-
konu okkar, sem býr úti á landi, en ástæðna vegna get
eg ekki skýrt nákvæmar frá því.
Þá er næst þriðji og síðasti fundurinn sem skrifaður
er af þeim fundum, sem Jón Guðmundsson hefir feng-
ið hjá mér, og er það einkafundur, haldinn heima hjá
mér í haust. Maðurinn minn skrifaði jafnóðum og ,,Ja-
kob“ lýsti.
Jakob segir: Fi'nnur þú ekkert vera við vinstri
vangann á þér? Þar er konan þín. Hún hefir verið bein-
vaxin, með hátt enni og beint nef; hún er svo létt og
glöð og ungleg. Hún er mjög ástúðleg við þig, og læt-
ur vel að þér.
Manstu eftir hesti? Mér sýnist hann vera rauður,
Þún er með hann þarna, þið hafið ferðast nokkuð langt
lnn í landið; þar eru hæðir og hlíðar; hún hefir þá riðið
Þessum rauða hesti; þið eruð bæði glöð og kát, og svo
hafið þið komið á myndarlegt heimili með bæjarlagi; þið
komið inn í baðstofu, og situr þar íullorðin kona á rúmi;
það er rólegt og stilt yfir henni; hárið er farið að grána