Morgunn


Morgunn - 01.12.1934, Page 52

Morgunn - 01.12.1934, Page 52
178 M 0 R G U N N Segðu henni frú S., að hún megi ekki hugsa svona r Hvað hefi eg gjört, svo að eg þurfi að líða alt þetta, heldur skuli hún vera örugg og glöð, þó að nepjan sé köld. En kannske svarar hún frú S.: Hvernig á eg að geta það, svo þreytt sem eg er? En konan þín segir: Hún verður að reyna það, því að erfiðar hugsanir og bölsýni lamar svo andlega kraftinn í kringum hana, að við ást- vinirnir getum miklu minna áorkað og hjálpað henni en annars. Það þarf sterkt sólskin til að bræða stóran hafísjaka, en ef geislaflóðið er nógu sterkt, mun hann þó æfinlega klökkna. Konan segir: Reyndu, vinur, að vera henni ljósgeisli; hún á svo örðugt, og ykkur getur fundist sá tími undur langur, sem okkur finst stuttur. Svo á eg að segja þér líka, s.egir Jakob, að hún hafi nú fundið marga vini síðan hún fór; þó hún sé búin að vera stutt, þá á hún heilan fjársjóð, og hún segir: Þó eg sé ekki komin á það svið, sem er það allra fullkomn- asta, þá er hún samt komin svo langt, að finna sál sína verndaða æfinlega, finna geislakraft dýrðarinnar leggja til sín að ofan. Að afla sér þekkingar á framhaldslífinu, flýtir fyr- ir þroskanum, er þangað kemur. Eg var búin að tileinka mér það áður en eg fór. Eg veit um marga, sem eru komnir hingað fyrir tugum ára, og ekki eru búnir að skilja lífið hér enn, eða tileinka sér það. Svo kveður hún þig, konan þín, og nú get eg ekki meira, segir Jakob litli. Eftii’farandi skýringar gefur hr. Jón Guðmunds- son á þessum fundi: Hestinum sem hún lýsir fyrst á fundinum og ferða- laginu, er nákvæmlega rétt lýst. Við hjónin fórum frá Þingeyri til Keldudals, í heimsókn til vinu okkar; kona mín reið þeim hesti, er Jakob lýsti, hún hélt mikið upp á þann hest, sem var bæði þýður og fljótur. Konan, sem lýst var á þessum bæ, er móðir mín, hún er lifandi enn. Við vorum aðallega að finna hana. Og það sem lýsing-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.