Morgunn - 01.12.1934, Side 57
MORGUNN
183
að eg var hitalítill og hitalaus næsta mánuð allan og fram
í ágústmánuð sama árs.
II.
Þegar eg fór af sjúkrahúsinu á Sauðárkróki þann 8.
júlí 1931, var eg svo máttfarinn af liðagigt og öðrum
sjúkdómum, að eg gat ekki hreyft mig, var sem kallað
er nær dauða en lífi, enda bjuggust flestir við því, að eg
kæmist ekki lifandi til Reykjavíkur. En fyrir hið góða afl,
sem í öllum mínum veikindum hefir haldið sinni verndar-
hendi yfir mér, komst eg suður og lagðist á Landspítal-
ann. Þar lá eg mjög þjáður, enda orðinn svo bæði í hryggn-
um og hægri fætinum, að litlar líkur voru til þess, að
eg myndi' aftur stíga á fæturna. Lá eg svona milli heims
og helju, þar til eina nótt að eg fékk lækningastraum frá
Friðrik lækni. Þá vitraðist mér líka, að næsta dag myndi
eg geta klætt mig sjálfur og komist án mannlegrar hjálpar í
sjúkrastólinn, sem var inni í stofunni. Voru þá þjáningar
mínar miklar, bæði af liðagigtinni og uppköstum eftir
stíflcrampa.
Hefi eg frá því mér veittist á sjúkrahúsinu á Sauðár-
króki sú hjálp, sem um getur í fyrri kaflanum, lagt alla
mína hugsun fram til þess að geta náð sambandi við hin
dulrænu öfl tilverunnar. Af því er orðinn sá árangur, að
eg hefi á dulrænan hátt fengið hjálp í ríkum mæli. Hefir
langur tími gengið í það hjá mér að ná sambandi, sem
líklega stafar af því, hvað veiklaður eg er og hugsana-
sljór. En þá hafa ýmsir vinir mínir og góðkunningjar
komið mér til hjálpar. Vil eg þá sérstaklega nefna Guð-
nýju Klöru systur mína, sem draumur hennar bendir til
frá fimtudagsnóttinni 26. nóv. 1931. Höfum við systkinin
borið alt saman og hefir það komið heim við drauminn.
Sömuleiðis gæti eg til sönnunar sambandi mínu við
Friðrik og umönnun hans við mig, vitnað til bréfa, sem
wérhafa boristfrá vinum mínum. Vil eg sérstaklega nefna
eitt frá Eiríki Þorsteinssyni, Stóra-Núpi í Árnessýslu,