Morgunn - 01.12.1934, Qupperneq 70
196
MORGUNN
hægt og seigt, en að lokum fór að halla undan fæti og
náðum við niður í bygð. Bráði þá óðara af Marteini, kvað
hann veiki sína mundu stafa af óeðlilegum orsökum, því
að ekki hefði hann fundið til þreytu né kent sér nokkurs
meins, fyr en alt í einu, er hann valt um í skaflinum.
Dvöldum við nú á Seyðisfirði það sem eftir var dags-
ins, í góðu yfirlæti. Um kvöldið fylgdi eg félögum mín-
um til skips, en fékk þá alt í einu þá meinloku í höfuðið
að leggja á heiðina um nóttina; hafði eg orð á því við
þá og þótti þeim, sem von var, þetta hin mesta fásinna.
En þar eð þeir fengu eigi talið mér hughvarf, kvödd-
umst við með kærleikum og árnuðum hver öðrum allra
heilla.
Kl. 12 um kvöldið lagði eg af stað frá Seyðisfirði.
Var mér heldur þungt í skapi, þegar eg gekk fram Vest-
dalinn. Orsakir þess hugarástands voru tvær, hin fyrri
nýafstaðnar kveðjur kærra vina, hin síðari vornóttin, sem
„ekki gat orðið dimm, en aðeins vofugrá". Fátt er ömur-
legra, en þegar „veturinn kemur eftir sumarmál" og breið-
ir dánarblæju sína yfir nývaknaðan gróður.
Nú var eg kominn að Vestdalsbrekkunum, sem bæði
eru brattar og erfiðar, beindist því öll orka að því að
brjótast upp á heiðina. Þegar þangað kom, blasti við fann-
breiðan, sveipuð draugslegri næturskímunni. Kom mér
þá í hug, hversu oft eg hafði farið þessa heiði með góð-
um félögum og óskaði þess, að einhver þeirra væri nú
kominn til þess að stytta mér leiðina.
Alt í einu varð mér litið til vinstri handar og kom
þar auga á mann, sem stikaði stórum á hlið við mig. Þótti
mér sem eg hefði hitt á óskastundina, því að enda þótt eg
gæti ekki búist við að hitta þarna gamlan félaga, var þó
maður alt af manns gaman. Eg herti því gönguna að mun
til þess að ná fundum þessa bróður míns í næturrölti, en
það kom fyrir ekki. Þessi náungi virtist mér mun drýgri
í spori og hugsa um það eitt að komast á undan mér. Furð-
aði mig á því háttalagi, því að öðru var eg vanari af Aust-