Morgunn - 01.12.1934, Síða 79
MORGUNN
205
mjög spakur maður, er leitaðist við að vera í hlutlausri
en leitandi afstöðu gagnvart lífi og dauða; hann stað-
hæfði ekkert; varaði lærisveina sína við að eyða tíma
sínum í gagnslausa, vitsmunalega leikfimi ogheilabrot;
og að lokum hvarf hann sjálfur til þess Nirvana, sem
vestrið og einkum vestrænir fræðimenn eru svo fáfróðir
að telja sama sem tilveruleysi.
En þótt kirkjurnar séu óákveðnar í máli sínu um
lífið eftir dauðann, þá er ,ekki þar með sagt, að þær séu
óákveðnar í máli sínu um öll efni.
Því hér er komið að því, sem ef til vill er furðu-
legast af öllu, sem fjallað er um í þessari bók. Og það
er hin fjandsamlega afstaða skipulagðrar kirkju Vest-
urlanda, þ. e. hinnar kristnu kirkju, gagnvart sérhverri
ákveðinni kenningu um það, sem gerist eftir dauðann,
og ganvart sérhverri tilraun til þess að komast að raun
um hvað gerist.
Þetta er í sjálfu sér einkennilega ótrúlegt, en þó
þarf ,ekki annað en benda á það, til þess að menn átti
sig á þessu. Því varði nokkurn eða nokkuð um ástæður
lífsins eftir dauðann, þá varðar kirkjurnar um þær! Ekki
svo að skilja, að litla mann-dverginum hafi nokkuru
sinni hugkvæmst þetta, því að honum hefir aldrei dott-
ið í hug, að alt væri ekki með feldu, fyr en nú á hinni
síðustu geigvænlegu stund.
Eg hygg, að með sanngirni megi segja, að skipu-
lögð trúarbrögð hafi ávalt, og ef til vill stundum ekki að
ástæðulausu, varað fylgismenn sína við því, að „fikta
við dulræn efni“. Og enda þótt auðir bekkir hafi nú
brýst ýmsum til þess ,,að leika sér að hættunni“, þ. e.
framhaldslífinu, í því skyni að lokka til sín áhugalausa
safnaðarlimi, þá lítur kirkjan þó í leynd svo á, og ein
stór kirkjudeild segir það raunar fullum fetum, að í
Öllum rannsóknum um framhaldið og tilraunum til þess
að fá vitneskju um ástæður þess, séu faldar hættur fyr-
xr líkama manna og sál.