Morgunn - 01.12.1934, Page 81
MORGUNN
207
sönnunum, sem vér höfum nú bent á, a'ð ekkert gerist,
því að þar sé ekkert!
Afstaðan er margvísleg, eins og sýnt hefir v.erið
fram á framar í þessari bók, en þá má taka þetta saman
á þessa leið:
Annars vegar (a) með því að dauðinn sé endi alls,
geti ekkert gerst; eða (b) eins og ,,hin mildari efnis-
^yggja ‘ mælir, að efni líkamans leiti í einhverri eter-
iskri mynd ,,aftur inn í lífsstrauminn", hvað sem það nú
annars þýðir, og nýir heimar, og þá sennilega nýjar sál-
arlausar verur fæðist af þessu, eða hafi hamskipti og
sogist inn á einn eða annan veg, en annars sé ekki um
neitt líf eftir dauðann að ræða.
Eða (c) hin nýja stefna, sem varpar frá sér allri hjá-
trú vísindanna oghirðir um sannleik og staðreyndir einar
og lætur leiðast af sönnunum einum, lýsir því yfir, að
maðurinn lifi eftir dauðann. Eftir enn frekari rannsókn-
ir teygir hún sig enn lengra og kemst að ákveðnum niður-
stöðum um daglegt líf hinna ,,dánu“, eins og vér mun-
um síðar kynnast nánar.
En það var þegar Sir Oliver Lodge varpaði sprengi-
kúlu sinni inn í agndofa fylkingu skipulagðra vísinda
uieð sinni frægu yfirlýsingu sem forseti Vísindafélagsins
brezka um að hann teldi framhaldslífið sannað og hélt
svo áfram og lýsti því í nánari atriðum, þá urðu tímamót
í sögu sálrænna fræða vorra tíma.
Manndvergur vor snýr sér í örvænting sinni að lok-
um til slíkra brautryðjenda, og ný von vaknar í brjósti
hans.
Nú skulum vér aðgæta, hvað vér getum á ákveðinn
hátt sagt honum, að hann hafi ástæðu til þess að vænta,
er hann fer í gegnum hinar geigvænlegu dyr dauðans —
°g hér er ekki stuðst við trú eina, heldur reynslu, en
nauðsynlegur fyrirrennari hennar er trúin.