Morgunn - 01.12.1934, Side 85
MORGUNN
211
er „blátt“ og hunangsætt. Gluggi er opinn rétt hjá, og
hann sér heiðskíran himin fyrir utan, þrunginn af þægi-
legu ljósi, sem þó virðist ekki koma frá neinni sól — og,
já, hann er viss um það — hann heyrir einhvers staðar
fuglasöng og sér, rétt fyrir utan gluggann, hátt, beinvaxið
tré með titrandi blöðum.
Hann reynir að tala, til þess að spyrja, hvað komið
hafi fyrir sig og hvernig standi á því, að hann sé stadd-
ur í þessu yndislega herbergi? En annar maðurinn legg-
ur hönd sína á varir hans til merkis um, að hann eigi
ekki að tala. ,,Það er betra fyrir þig að tala ekki rétt
sem stendur“, segir hann. ,,Segir?“ Nei, ekki ,,segir“, því
nú áttar hann sig á, að maðurinn, sem hann heldur að sé
læknir, hefir ekkert sagt. Og nú tekur hann alt 1 einu
eftir furðulegu efni, — hann virðist vita, hvað hinir eru
að hugsa, þótt þeir tali ekki! „Sofðu nú“, segir læknir-
inn, ekki með málfærum, heldur í huganum.
Aftur sofnar hann og hann tekur eftir því, þegar
hann vaknar, að silfurþráðurinn er horfinn. Hann sér, að
hann hefir skilið líkamann eftir, þegar hann yfirgaf jörð-
ina; og nú á hann heima í astral-heiminum og hefir far-
ið fyrsta áfangann á ferð, sem aldrei verður lokið og
aldrei hófst!
En hann áttar sig ekki fyr en löngu síðar á hinni
djúptæku breytingu, sem astral-svæðið hefir orkað á það,
sem voru jarðnesk skynfæri; það er eins og sjón og heyrn
fái mátt „Röntgengeisla“ og fjarhrif verður hið eðlilega
mál. Sum skynfæri virðast alveg hafa horfið, en önnur
koniið í þeirra stað. Og það velcur beinlínis hræðslu fyrst
i stað, eða áður en fult vald hefir fengist á því að hreyf-
ast tafarlaust úr stað í stað með ,,viljanum“ einum!
Manndvergur vor finnur, að hann er ekki maður sem
likami — heldur maður scm andi!
14*