Morgunn - 01.12.1934, Qupperneq 86
212
M0E6UNN
III.
Byrjunin á astral-svæðinu.
Vér munura öll verða fyrir eitthvað svipaðri reynslu
og þeirri, er hinn litli vinur vor varð fyrir; ekki að sjálf-
sögðu þeirri sömu að vísu, því að engir tveir menn deyja
á sama hátt, frekar en þeir lifa á sama hátt.
Svefninn eftir andlátið getur staðið yfir í nokkurar
mínútur, eða hann getur staðið yfir árum saman til þess
að gera vesalings, þreyttri sál unt að ná sér og soga í sig
afl til nýs lífs frá huldum uppsprettum astral-svæðisins.
Það veit enginn um það enn, nema það geti komið fyrir
að svefninn haldist við árþúsundum eða jafnvel miljónum
ára saman á þessu svæði, þar sem tími og rúm er ekki
annað en hugarórar manna.
Eg hygg, að eitt af því, sem oss sé örðugast eftir
dauðann, sé að geta trúað því, að vér séum dánir! Oss
fer eins og manndvergnum vorum strax eftir dauðann
— þ. e. þegar hjartað hefir hætt að slá, og það er alls
ekki dauði! — að vér finnum til hrygðar sökum þess,
að þeir, sem vér ávörpum, geta ekki heyrt né jafnvel séð
oss — þar til vér skyndilega veitum því athygli, að vér
erum laus við eitthvað.
Það er ekki fyr en síðar meir, eftir að vér höfum
horft á vora eigin jarðarför og „lagt hlustirnar við“ hugs-
unum vina vorra og óvina við jarðarförina, og athugað
með samblandi af kímni og furðu þessa hátíðlegu helgi-
siði út af því, að varpað er brott því, sem vér vitum að
er ekki annað en gamall fatnaður — þessum hlut, sem
liggur í svörtu kistunni þakinn blómum — og eftir að vér
höfum fundið að silfurþráðurinn er að dragast saman og
loks losnar með öllu, þá fyrst vitum vér, að vér erum
dáin, og ef ekki væri til að dreifa þeim, sem vér höfum
unnað og skilið við, þá þökkuðum vér guði fyrir!
Litli maðurinn vor er þá loks kominn á astral-svæðið