Morgunn - 01.12.1934, Side 94
220
MORGUNN
ir til þess að leita til jarðarinnar með áhrif sín. Sannleik-
urinn er, að vér vitum, að stjórnmála- og trúmálafor-
ingjar vorir verða fyrir áhrifum, þótt þeim sjálfum sé
það ekki vitanlegt, frá verum á astral-svæðinu, sem á
þann hátt geta haldið við arfi þess illa, sem aldrei virð-
ist þrotna.
En jafnvel Lucifer mun minnast þess á degi jarð-
lausnar sinnar, að hann var einnig eitt sinn Ljósberi!
Nú stöndum við aðeins augnablik við til þess að átta
oss á, hvar vér erum stödd og hverjar þær ályktanir eru,
sem vér höfum ekki komist hjá að gera.
Þetta ,eru ályktanirnar:
Fremst kemur maðurinn, sem er líkami, andi og sál.
Hann fer úr líkamanum við ,,dauðann“ sem andi, og
þegar hann hefir afklæðst eteriskum líkama sínum og
astral-slcelinni, heldur hann áfram í „astral-líkaman-
um“ á næsta en ekki síðasta tilverusvið, þar sem eru
ó.endanlega hærri sveiflur heldur en hjá oss, og er það
nefnt astral-heimurinn eða „eter“-heimurinn.
Þá er næst, að vér heimsækjum stöðugt þennan heim
í svefni og draumum vorum, meðan vér enn erum á
jörðunni.
Þá höfum vér gert ráð fyrir að í þessum heimi et-
ersins séu hús vor, garðar o. s. frv. komin undir hugs-
uninni einni — það má segja, að vér ,,ímyndum“ oss
þetta og reisum það úr frábærlega dreifðu efni, sem heim-
urinn er gerður úr, hliðstæður eter vorum en fíngerðara og
áhrifanæmara.
Þá er enn, að vér elskum og hötum og vinnum og
leikum oss og jafnvel skemtum oss í þeim heimi næsta
líkt því, sem vér gerum hér, því alt er þetta .einskonar
andleg hliðstæða þess, sem hér gerðist, að undanskild-
um jarðneskum líkama og því, sem vér nefnum „efni“.
Að lokum er þessi astral-heimur sjálfur ekki annað
en hlið að öðrum, æðri heimum og sviðum, þar sem með-