Morgunn - 01.06.1936, Síða 10
4
M ORGUNN
tími er um garð genginn að sinni, hvenær sem hæfi-
leiki mannanna þrýtur til þess að veita dásemdunum
viðtöku. En þetta hefir orðið örlagaþrungið fyrir kristn-
ina. Hún hefir orðið eins og tjörn, sem engir lækir
renna í. Henni var hið mesta nauðsynjamál að fá stöð-
ugt inn í sig lifandi vatn nýrrar opinberunar frá æðri
tilverustigum.
Eg v.eit ekki með vissu til hvers var ætlast, þegar
tilmæli komu um að flytja erindi með þessari fyrir-
sögn. Ef til þess er ætlast, að eg tali um trú spiritist-
anna og kenningar eða afstöðu spiritistisku hreyfing-
arinnar til trúarbragðanna, þá verð eg að segja, að
það get eg ekki, allra sízt á þeim fáu mínútum, sem
mér eru úthlutaðar. Spiritisminn er enginn samf.eld
heild og hefir engar fast ákveðnar trúarsetningar,
nema ef vera skyldi um faðerni guðs og bróðerni allra
manna. Fullyrðinguna um framhaldslífið eftir dauðann
og samband við framliðna menn telja spiritistar ekki
reista á neinni trú, heldur á þekking. Þeir eru menn,
sem eru að leita sannleikans á sviðum, sem talið hefir
verið víst og fullyrt hefir verið, að mannlegt hyggjuvit
gæti ekkert fengið að vita um. Þeir hafa ekki tekið þá
fullyrðingu gilda, ekki fr.emur en vísindamennirnir hafa
tekið gilda þá fullyrðing Sókratesar, að mennirnir gætu
aldrei neitt fengið að vita um stjörnurnar. Þeir vilja
byggja lífsskoðun sína á staðreyndum fremur en á
nokkurum ósönnuðum kenningum, hve fagrar sem þær
kunna að vera. Svo var í raun og veru um frumkristn-
ina. Hún var reist á máttarverkum, sem mennirnir voru
vissir um að gerst höfðu. Hún var reist á upprisu
Krists, sem mennirnir töldu fullsannaða. Hún var reist
á Hvítasunnuundrinu og stöðugu sambandi við annan
heim, sem söfnuðirnir höfðu. Mjög vitur og lærður mað-
ur, prófessor Hyslop, hefir fullyrt að kristnin sé einu
trúarbrögð veraldarinnar, sem sé reist á vísindalegum
grundvelli, þ. e. a. s. á sönnuðum staðreyndum.