Morgunn - 01.06.1936, Page 14
8
MORGUNN
varpserindi. En af þessu litla, sem eg hefi sagt, vona eg-
að margir sjái, að hann er merkilegur og hugnæmur.
En eitt langar mig til að segja áhrærandi afstöðu
spiritismans til trúarinnar. Eg hugsa mér að til mín
kæmi maður og talaði eitthvað á þessa leið:
Eg trúi engu af því, sem kirkjan er að kenna. Mestu
fræðimenn veraldarinnar í þessum efnum segja okkur
og færa að því hinar römmustu röksemdir, að guð-
spjöllin séu ekki rituð fyr en langa löngu eftir að Jesús
frá Nazaret var uppi, og að sögur þeirra séu mjög óá-
reiðanlegar. Sextán frelsara hafi mennirnir crúað á á
undan Jesú, allir hafi þeir dáið fyrir syndir veraldar-
innar og margar sömu sögurnar séu af þeim sagðar
eins og af Jesú, svo að þær séu beinlínis sóttar úr heiðni.
Eins sé um ýmsar kenningar Jesú og snjallyrði, að þetta
sé eldra en hann. Þeir segja okkur, fræðimennirnir, í
bókum sínum, að mjög sé örðugt að finna, hvað Jesús
hafi í raun og veru sagt, því að ummælin, sem eftir
honum séu höfð, séu svo blönduð kenningum og skoð-
unum síðari tíma manna. Líklegast hafi Páll postuli
misskilið hann hrapallega, enda sé Kristsfræði hans á
engu reist, öðru en því, að hann hafi séð einhverja sýn
á leiðinni til Damaskus. Það er verið að heimta af okk-
ur að trúa. Hverju .eigum við að trúa? Hvers vegna eig-
um við að trúa því að guð sé sjálfur að tala í ritum, þar
sem margt er óáreiðanlegt og málum blandað — að
hann sé fremur að tala þar en í öðrum ritum? Fræði-
mennirnir okkar í andlegri stétt svara aldrei þessari
gagnrýni. Þeir láta sem hún sé ekki til, eða þeir halda,
að hún beri ekki fyrir augu neinum íslendingi.
Eg hefi ekki valið þetta dæmi af því, að mér komi
til hugar, að þetta sé eina leiðin út í trúleysið. Þær eru
vitanlega margar, og mikið af því, sem vér sjáum og
heyrum í þá áttina, er gaspur og gal, sem er að engu
hafandi. En það er enginn vafi á því, að margir ment-