Morgunn - 01.06.1936, Page 17
MORGUNN
11
sendiboða og áhrifa frá honum. En á því stigi, sem hann
væri nú á, hefðu þeir samband við hann daglega — ef unt
væri að tala um nokkur dagaskifti þar. Þeir sæju hann
þar og heyrðu hann tala, og það leyndi sér ekki, að það
fanst honum sín dásamlegasta reynsla og þessi persóna
göfugust alls, sem hann hefði mætt eða gæti hugsað sér.
Tími minn er þrotinn. Góða nótt.
Hjálpin frá æðra heimi.
Prédikun á 1. sunnudag eftir púsku.
Eftir sr. Bjðrn Magnússon á Borg.
Texti: Jóh. 20, 19—23.
1 síðustu páskaræðu minni ræddi eg um það við
áheyrendur mína, að eitt dýrðlegasta fagnaðarefni pásk-
anna væri fólgið í því, að páskafrásögurnar, og sérstak-
lega sagan um Emmausförina, sýndu oss það, að vér ætt-
um Jesú að sem lifandi, persónulegan fylgdarmann og
hjálparanda á lífsleiðinni. Eg hefi áður í páskaræðu lagt
áherzlu á það, að eitt megin-fagnaðarefni páskanna væri
fólgið í því, að Jesús sýndi oss persónulegt framhaldslíf
allra manna: að upprisa hans væri ekki undantekning frá
reglu, heldur birting reglu, sem ætti við alla menn.
Nú vildi eg stuttlega ræða um það við yður, að einnig
í þessu, sem eg ræddi um síðast, er Jesús ekki undantekn-
ing frá reglu, heldur birting veruleika. Eg á við það, að
eins og Jesús heldur áfram að láta sér ant um mennina,
°g veitir blessandi krafti sínum til þeirra, eins er fjöldi
af verum starfandi í hinum andlega heimi, sem bera um-
hyggju fyrir velferð jarðarbúa og styrkja viðleitni þeirra
fil hins góða. Margt bendir á, að hér sé um að ræða þrosk-
aðar mannverur, sem áður hafa lifað hér á jörð, en feng-
inn er sá starfi, að stuðla að framþróun lífsins á jörðu hér.