Morgunn


Morgunn - 01.06.1936, Síða 18

Morgunn - 01.06.1936, Síða 18
12 MORGUNN En áður en eg held lengra með það, að ræða við yður um þessa starfsemi, vildi eg ör-stuttlega minnast á eitt atriði, sem sameiginlegt er í guðspjalli dagsins í dag og páskaguðspjallinu um Emmausgönguna. Það er atriði, sem bendir til aukins skilnings á andlegleika upprisunnar, ef svo mætti að orði komast, þ. e. a. s. á því, að upprisa Krists er ekki annað en birting manns í andlegum líkama, sem snöggvast yfirklæðist jarðnesku efni og verður mönn- um sýnilegur. Að um slíkan atburð er að ræða, en ekki um hinn eiginlega holdslíkama, sýna báðar þessar sögur. í guðspjalli dagsins í dag kemur Jesús að luktum dyrum. Það gerir enginn jarðneskur líkami. Á Emmaus-göngunni virðist hann hafa komið álíka skyndilega, — þótt það sé ekki greinilegt af frásögunni — og það er greinilegt, að hann hverfur þeim skyndilega, þar sem hann situr að borði með þeim. Orðin, sem Jóhannesarguðspjall leggur Jesú í munn í grasgarðinum, er hann birtist Maríu Magdalenu: „Snertu mig ekki“ (Jóh. 20, 17.), benda enn í sömu átt. Það er alkunnugt af reynslu sálarrannsóknanna, að oft eru líkamningar svo lausir, að þeir þola ekki snertingu. Hitt þarf ekki að rekast á þetta, þótt vér finnum dæmi þess, að stundum gátu lærisveinarnir þreifað á honum, og hann neytti jafnvel matar og dryklcjar, einfi og kemur fram í orðum Péturs til Kornelíusar: „Þann hinn sama uppvakti Guð á þriðja degi, og lét birtast, ekki öllum lýðn- um, heldur vottunum, sem áður voru af Guði kjörnir, oss, sem átum og druklcum með honum, eftir að hann var ris- inn upp frá dauðum“. (Post. 10, 40 n.). Það sýnir aðeins, að líkamningin var misjafnlega fullkomin, og þekkja menn einnig dæmi um álíka fastar líkamningar, að ekki sé minst á mörg dæmi í þjóðsögum og þjóðtrú, sem að vísu eru misskilin og úr lagi færð, en geta þó bygst á raunveru- leika. Öll þessi dæmi má setja við hliðina á því, þegar Kristur birtist Páli úti fyrir Damaskusborg, en bæði hann og aðrir virðast sammála um það, að þar hafi verið um að ræða birtingu í andlegum líkama.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.