Morgunn - 01.06.1936, Side 20
14
M ORGUNN
ingu og tækifæri til að færa fram öll þau rök, sem til eru
fyrir þessu. Þau eru svo margþætt og mikil. En ýmislegt
get eg bent yður á, sem rennur undir þessa skoðun.
Það er æfaforn skoðun, að framliðnir menn láti sér
ant um eftirlifandi vini sína. Hún er útbreidd meðal flestra
þjóða, og hefir meðal sumra frumþjóða leitt til forfeðra-
dýrkunar. Hvernig, sem annars er um þessa fornu og út-
breiddu trú, þá má þó svo mikið fullyrða, að einhver
reynsla muni liggja að baki henni. Og eg hygg, að við
munum geta fundið mörg dæmi slíkrar reynslu nú á dög-
um. Nægir að benda á það, hvernig framliðnir ástvinir
gefa oft í draumi bendingar um hitt eða þetta, snertandi
ýms atvik daglegs lífs. Oft eru það viðvaranir við hættu,
stundum um óvænta atburði, veðurfar, o. s. frv. Þá er
mikilvægur sá vitnisburður, sem skygnir menn og dul-
næmir bera um þessa hluti. Þeir sjá framliðna ástvini sitja
við rúm sjúklingsins. Þeir lýsa því með mörgu móti,
hvernig þeir vaka yfir oss og reyna að hjálpa oss og
hughreysta.
Dulspekingar kunna líka að segja frá andlegum ver-
um, voldugum stjórnöndum heimsrásarinnar og persónu-
legum hjálpöndum mannanna, sem standa bak við alt hið
bezta, sem fram kemur með þjóðum og einstaklingum.
Og síðast en ekki sízt er að nefna trú margra höfunda
biblíunnar á engla, trú, sem er talin þáttur í kenningu
kristinnar kirkju, þótt lítt hafi gætt um hríð í kristilegri
prédikun. Englarnir eru „vitrir og voldugir andar“, sem
reka erindi Guðs í tilverunni. Virðist því ekkert því til
fyrirstöðu, að þessi forna trú kirkjunnar geti samrýmst
því, sem áður er sagt um starf framliðinna manna jarðar-
búum til heilla. Enda mun það og vera gömul trú, að þeir,
sem komast í himnavist, verði þar englum líkir. Má rekja
þá trú til orða Jesú sjálfs, þar sem hann segir, að menn-
irnir muni í upprisunni verða eins og englar á himni
(Mt. 22., 30). Og að verndarenglar vaki yfir smælingjun-
um, sýna orð Jesú í 18. kap. Matteusarguðspjalls: „Sjáið