Morgunn


Morgunn - 01.06.1936, Side 26

Morgunn - 01.06.1936, Side 26
20 MORGUNN bezta lagi. Mun hann hafa flutt þær sem erindi á fundum vorum, og ef til vill enn fleiri erindi, þótt ekki séu prent- uð, því að ekki hefir „Morgunn" komist yfir að flytja öll erindi, sem haldin hafa verið. Eg mun nú ekki mega tefja fundarstörfin mikið leng- ur. En áður en eg hætti, vil eg mega segja nokkuð, sem eg hygg, að þér viljið heyra. Eg gat um áðan, að þeir, sem yfir væru komnir, hefðu samband við okkur, og að eg mundi víkja að því aftur. Eg átti við það, að kveldið eftir að hann lézt, sátum við nokkrir vinir hans á sambands- fundi. Gjörði þá stjórnandi miðilsins okkur við vart, að Sigurður væri hjá okkur, og flutti okkur frá honum þau ummæli: „Það var þá svona; ekki er nú margt að því“. Þóttist eg í þeim þekkja eigið venjulegt málfar vinar míns, stuttar setningar, í fullri merkingu, fremur eins og hugsanaleiftur, heldur en ætlað öðrum að heyra. Minti það á, að hann hefði nú sannreynt orð skáldsins nafna síns: „Hræðstu ekki, hel er fortjald, hinumegin birtan er“. Þá var stjórnandinn spurður, hvort hann gæti sagt, hvar hann hefði geymt áríðandi skjal (lífsábyrgðarskír- teini), sem hafði verið leitað að, en ekki fundist. Eftir stutta umhugsun svaraði hann, að það væri í skrifborð- inu hans. En nú voru tvö skrifborð, og var hann spurður, í hvoru það væri. Hann svaraði, að það væri í dekkra borðinu, það væri með öðrum skjölum í kassa, og bæði hann bróður sinn leita í þeim. Þegar leitað var í dekkra borðinu stóð það heima, að kassinn var þar með skjölum í. Að vísu var þar ekki skír- teinið sjálft, en þar lágu önnur skjöl, sem voru nátengd því, þar sem ákveðið var, hve mikið yrði borgað út á skír- teinið og hvernig iðgjöld greidd. Þessi skjöl voru þannig til komin, að fyrir 10—12 árum, þegar gengismunur var 20—30% á dönskum og ís- lenzkum krónum, fór lífsábyrgðarstofnuninni frá 1871 að óróast, að eiga að fá iðgjöldin í íslenzkum krónum, en verða að borga út ábyrgðarféð í dönskum krónum. Gjörði
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.