Morgunn - 01.06.1936, Page 29
M ORGUNN
23
leiðtoga, at hann var síra Guðmundr Arason, því at hans
vöxtr var flestum mönnum kunnr á íslandi, bæði at sýn
°k skýrri frásögn, heldr lægri en meðalmaðr ok þykkr í
vextinum, breiðlaginn í ásjónu ok eigi langleitr, æ með
hývligu yfirbragði“.
Þá tegund dulrænna atvika, sem saga þessi segir frá,
nefna menn nú á dögum sálfarir, og um þær hafa ritað á
^slenzku þeir síra Haraldur Níelsson, Eggert P. Briem og
Einar H. Kvaran rithöfundur. Andahyggjumenn — spirit-
istar á vorum dögum skýrgreina sálfarirnar á þá leið, að
þær séu ferðalög sálarinnar eða andans, er hann hafi skil-
i;ð við hinn jarðneska líkama um stundarsakir. Á milli
hins andlega líkama og hins jarðneska sé taug, sem geti
h°rið áhrif frá einum til annars; á meðan þessi lífþráður,
sem oft er nefndur silfurþráður, er óslitinn, á maðurinn
afturkvæmt í líkamann, en slitni þráðurinn, er engin lífs-
von fi'amar hérna megin. Það er auðséð, að kaþólski munk-
uvinn, sem skrifaði Guðmundarsögu hefir litið nákvæm-
lega eins á þetta. Hann gerir sér fyrst og fremst far um
að sýna fram á, að síra Guðmundur hafi sæmst þeim frum-
lignum, „að sýnist líkamlega líkams augum í tveim stöðum
a einum og sama tíma“. Og ennfremur segir hann, að
Guðmundur hafi gert mörg „tignleg vei’k“, er „hann vann
1 fjarlægðj líkamans með krafti andarinnar". Höfundi
sögunnar hefir verið það fyllilega ljóst, að svefn Guð-
Uíundar var ekki venjulegur svefn, heldur einhvers konar
múk, sem meðal annars var ólíkt svefninum í því, að lík-
arninn léttist að mun. Hann hefir líka haft mjög glögg-
an skilning á því, hvað helst gátu talist sannanir fyrir sál-
förunum, sem sé það, að hægt væri að fá vottorð frá fjar-
verandi mönnum um það, að þeir hefðu séð eða orðið varir
V1® Guðmund á sama tíma og hann lá í mókinu. Það er
slík sönnun, sem hann reynir að koma með, þótt mikið
Vanti á, að hún sé fullgild fyrir nútímamenn. Það vantar
nöfn bæði klerksins, sem með Guðmundi var og bóndans,
;sern hét á hann til hjálpar; auk þess er frásagan um flagð-