Morgunn - 01.06.1936, Blaðsíða 35
MORGUNN
29
eftir stafrófsröð, miðað við nöfn mannanna, sem þau
v°ru frá. — Ennfremur skrifaði Briem, að Gunnar hefði
ekki sofið venjulegum svefni, heldur hefði hann alt í einu,
sem hann var staddur í húsi annarstaðar í bænum,
orðið svo máttfarinn, að hann hefði lognast út af, án þess
Þó að missa meðvitund. Var þetta líka miklu eðlilegra en
hitt, að hann hefði sofið, ef kraftur var tekinn frá hon-
Urn til notkunar við miðilsfund.
Þetta kom því alt saman prýðilega heim. En það var
eitt atriði í bréfi Eggerts, sem kom flatt upp á mig. Þetta,
sem hann segir frá, hafði sem sé gerzt 15. marz eða dag-
17ln eftir að Þóra hafði orðið vör við Benjamín. Eg sendi
simskeyti mitt um morguninn, Benjamín fellur í trance á
skrifstofunni kl. 2y2—3y2 og um kl. 5 fæ eg skeyti um
atburðinn.
Nú var úr vöndu að ráða. Hér var um skekkju að
ræða, en sú skekkja var svo furðuleg, að hún ein út af
fyrir sig var hið merkilegasta rannsóknarefni.
Hið fyrsta, sem mönnum gat komið til hugar, var
Það, að skeytið frá mér hefði haft þau áhrif á Benja-
min. að hann hefði fallið í dáið. En samkvæmt upplýsing-
Urn frá Briem sjálfum fékk Benjamín aldrei neitt um
skeytið að vita. Eggert var sá eini, sem vissi um skeyt-
^ð, en þrátt fyrir það vissi hann ekkert um atburðinn, því
að skeytið var, eins og þér munið, aðeins fyrirspurn um
t»að, hvort Benjamín hefði orðið fyrir áhrifum kl. 2—3.
Aftur á móti var þess alls ekki getið, að þeirra hefði orð-
|ð vart á Norðfirði. Þessi tilgáta, að alt stafaði af skeyt-
lnu, var því í alla staði ósennileg.
En önnur tilgáta gat líka komið til greina. Ef til vill
höfðu þeir farið austur báða dagana, bæði 14. og 15. marz.
t»enjamín hafði getað fallið í trance fyrri daginn líka, þótt
enginn veitti því athygli. Eg gat þess áðan að stundum
hefði tilviljun ein ráðið því, meðan hann var fyrir aust-
an, hvort nokkur tók eftir því, að hann hefði verið undir
clhrifum. Og 15. marz hefði líklega enginn veitt því at-