Morgunn - 01.06.1936, Page 41
MORGUNN
35
Nútíma kraftaverk.
Erindi eftir sira Kristinn Danielsson.
Kæru félagssystkyni!
Eg geri ráð fyrir, að mörg eða flest af ykkur, ef til
vill öll, séuð búin að lesa í síðasta Morgni, nýútkomnum,
að í London er maður, sem heitir G. Maurice Elliott,
prestur við sankti Péturssöfnuð, þar sem heitir Crickle-
wood, og að hann er ritari fyrir félag, sem heitir The
Order of the Preparation for the Communion of Souls“,
bað er félag til að undirbúa sameining sálnanna. (Sbr.
Light 35, bls. 355).
Frá þessum síra Elliott er nokkuð sagt í ensku blaði,
sem út kom 28. sept., bæði frá einkalífi hans og kirkju-
legu starfi. Það, sem eg nú ætla að segja yður, er hér um
bil útlegging á þessari grein, og segir þar svo:
Þessi prestur hefir merkilega sögu að segja. Hann á
dóttur, sem á lífið að þakka nútíðar „kraftaverki". Hefði
það ekki verið fyrir íhlutun andlegs leiðtoga, mundi hann
líklega enga dóttur hafa átt og kona hans mundi hafa'
farið yfir um fyrir 16 árum.
Þetta gerðist alt þegar síra Elliott var ungur aðstoð-
arprestur í Bournemouth. Hann og kona hans óskuðu sér
rnjög, að þau mættu eignast afkvæmi, og þau urðu af-
skaplega glöð þegar frú Elliott varð þess vís 1917, að hún
ætti að verða móðir. En brátt bar þó skugga á gleði þeirra,
bví að frú Elliott varð svo alvarlega veik, að heimilis-
iasknir þeirra fann sig neyddan til að leita ráða hjá sér-
fræðingi, manni, sem á þeim tíma fór mikið orð af.
Sérfræðingurinn lét það uppi, að sjúkdómurinn væri
aðeins ímyndun, sagði að sjúkdómseinkennin stöfuðu af
hugarástandi, sem orsakaðist af móðurlegri löngun, sem
3*