Morgunn


Morgunn - 01.06.1936, Page 44

Morgunn - 01.06.1936, Page 44
38 MORGUNN mig- á fund einhvers, sem þyrfti mín með, meðan eg tæki mér hvíldartíma“. Skurðlæknirinn var Thomas Pearson, félagi í kon- unglega skurðlæknafélaginu, sem síðan hefir á prenti gef- ið út vottorð um þennan atburð. Á sínum tíma fæddist barnið og var skírt í dóm- kirkjunni í Winchester af undirbiskupinum í Guildford, sem talaði um þennan atburð sem alveg sérstakt lofgerð- arefni og þakklætis við guð fyrir að hafa bjargað manns- lífum. Seinna hafði síra Elliott tal af doktor Emilíu Mecre- dy, sem er nafnkunnur kvenlæknir, og hún lýsti yfir því, að ef hinn umræddi uppskurður hefði verið gerður, sem sérfræðingurinn stakk upp á, mundi það hafa kostað bæði barnið og móðurina lífið. Þegar biskupinn í Winchester fékk að vita, hvernig orð leiðtogans höfðu öll rætzt, hélt hann því fast fram, að alla þessa sögu skyldi birta. Hún var síðan rituð af sira Elliott og konu hans og gefin út í bókarformi, og læknirinn Thomas Pearson ritaði formála til að staðfesta atburðina. Áhugi Elliotts fyrir sálrænum efnum byrjaði á mjög ungum aldri. Hann átti því láni að fagna, að þjóna undir handleiðslu síra R. F. Hortons í Hampstead, doktors, sem var opinn fyrir sannleikanum, hvaðan sem hann kom. Þegar það kom í ljós, að hinn mikli lærdómsmaður og skáld F. W. H. Myers var spíritismans megin, flutti dr. Horton flokk af prédikunum um hina heimsfrægu bók hans: „Persónuleiki mannsins og framhaldslíf hans eftir líkamsdauðann“. Þá heyrði Elliott árið 1905 Sir Oliver Lodge tala og hlýddi á hans hátíðlegu yfirlýsingu: „Eftir þrjátíu ára reynslu um sálræn efni get eg fullyrt við yður af öllu því sannfæringarafli, sem eg á til, að eg hefi talað við dána menn eins víst og eg tala nú við yður“. Elliott vildi vera jafningi hans og sagði: „Ef Oliver
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.