Morgunn - 01.06.1936, Qupperneq 59
MORGUNN
53
spíritismans. Er þá vel þegar hinar ýmsu rætur sannleik-
ans fléttast saman til að leiða fram þann allsherjarsann-
leik, sem gert geti frjálst og fullkomið mannkynið, sem
enn er svo skammt á veg komið og flakar í ótal sárum af
skorti á sannleik og bróðurkærleika. Eg skýrði í fáum
dráttum frá þessari afstöðu kirkjunnar og spíritismans
vegna sambandsins við aðalefni erindis míns. Virðist mér
auðsætt, að hið nýstofnaða prestafélag, þar sem síra Elli-
ott er einn helzti maður, til samstarfs við spíritista með
frú Stobart fremsta í fylking, er spor í áttina að tillögu
frúarinnar, og getur orðið upphaf að miklu og góðu fram-
haldi, þó að undirtektir biskupanna bendi á, að þar verði
ekki auðsóttur árangur. Alt um það vinnur málið þar
stöðugt á.
Blaðamaður (frá Sunday Dispatch), sem fékk einka-
viðtal við Sir Oliver Lodge eftir að hann svaraði biskup-
unum, spurði hann meðal annars hvort hann héldi, að
spíritisminn mundi breiðast út á næstu 10 árum. Hann
svaraði: Hann er að breiðast út, en það hlýtur óhjákvæmi-
lega að verða seinlegt verk að fá menn til þess í raun og
veru að trúa.
Þetta er í Bretlandi. En hvernig er það hjá oss, mun-
uð þér þá víst hugsa. Þó að í flestu sé ólíku saman að
jafna hjá oss smælingjunum og hinum miklu og fjöl-
mennu Bretum, þá er nauðsyn þessa máls hin sama og
vinsamleg samvinna kirkjunnar jafnæskileg hér sem þar.
En nú ætla eg ekki að þreyta yður á lengra máli og vísa
yður um þetta til hinna ágætu ritgerða forseta í Morgni.
Aðeins vil eg ekki láta ósagt, að líklega hefir málefni vort
átt frjálslyndara almenningi að mæta hér en víðast annar-
staðar. Og eins hitt, að þeim kirkjunnar og kirkjusinn-
uðum mönnum mun æðimikið fjölga, sem hlyntir eru mál-
inu, þótt enn séu þeir of feimnir að láta það uppi. Má
vera að svar Oliver Lodge eigi einnig hér við, að það verði
seinlegt verk. En það mun þó sækjast, og við höldum því
vongóð áfram mót komandi tíð.