Morgunn - 01.06.1936, Síða 60
54
MORGUNN
1 sumar var alþjóðaþing sálarrannsóknarmanna hald-
ið í Ósló. Hinn mikli rannsóknamaður og spíritisti Sir
Oliver Lodge gat nú fyrir aldurs sakir ekki sótt þingið,
en sendi því ritaða kveðju sína og í henni meðal annars
þetta, sem eg ætlaði nú að enda á: Hann er sannfærður
um að heimurinn muni bráðum sjá að sér. „Hið góða er
sterkast og sigrar að lokum. Þessi jörð er dásamleg og
fögur. Og eg hygg að það sé einnig dásamlegur og fagur
tilgangur með tilveru mannanna. Það sem vér lifum hér
er aðeins kafli af ævarandi lífi. Hinn andlegi heimur er
raunveruleiki og það er einnig raunveruleiki, að þessi
andlegi heimur er ekki lokaður fyrir oss. Hann þröngvar
sér ekki inn á oss, en kemur á móti oss með hjálp og leið-
sögn, ef vér leitum og biðjum þess og gerum oss hæfa
fyrir það. Þeir sem eru komnir á undan oss inn í heim
andans, láta oss sem á eftir komum ekki umhyggjulausa.
Nei, vér erum ekki einir. Voldugur her er starfandi til að
endurfæða, hjálpa, upplýsa og leiða. — Ef þú biður um
leiðsögn og hjálp, þá fær þú hana, og um leið vaxandi
vizku, gleði og frið“.
Rökræður um spíritismann.
I Lundúnum hafa í vetur verið haldnir merkilegir
umræðufundir um spíritismann. Upphafið var það, að
frk. Lind-af-Hageby, forseti Spíritista-sambands Lund-
úna (London Spiritualist Alliance), hélt fyrirlestur í
Caxton Hall þ. 7. nóv. f. á. um „áskorun framhaldslífs-
sannananna til hugsunar og breytni nútímans“, sem not-
aður var sem undirstaða að rökræðum um spíritismann
á fundum á sama stað þ. 5. des. f. á., þar sem aðallega
töluðu andstæðingar spíritismans, og 12. marz þ. á., þar
sem mótbárum þeirra var svarað af ýmsum nafnkend-