Morgunn - 01.06.1936, Síða 64
58
MORGUNN
einna helzt á kenning-ar guðspekinga um „hismi“ hinna
dauðu.
Að lokum ætla eg að bera orð Maeterlincks saman við
orð Joads. „Framhaldslíf andans“, ritar Maeterlinck í La
Mort (Dauðinn), „er ekki ólíklegra en hinir dásamlegu
hæfileikar, sem við verðum að eigna miðlunum, ef við
neitum hinum. dánu um þá, og tilvera miðlanna er ómót-
mælanleg, hvað sem „öndunum“ líður. Okkur furðar á
hinum dásamlegu hæfileikum af því, að þeir standa ein-
angraðir. f raun og veru eru þeir ekki undursamlegri en
hugsun okkar, minni okkar og ímyndunarafl“. —
Hr. Arnold Lunn sagði á desemberfundinum, að það
„hafi aldrei verið sannað“, að „andarnir“, sem skeytin
senda, séu þeir, sem þeir segjast vera. „Við erum ekki í
sambandi við hina dánu“, segir hann. Enginn miðill hafi
nokkurn tíma sagt okkur nokkuð, sem við hefðum ekki
getað komist að sjálfir. En hann trúir á útfrymi og á
fjarhrif.
En nú eru spíritistar dag út og dag inn að sanna, að
„andarnir“ séu þeir, sem þeir segjast vera. Áður voru
sambandsfundir haldnir í myrkri, með litlu rauðu Ijósi;
eg hefi verið á mörgum slíkum. Nú er hægt að fara í
Queen’s Hall eða Albert Hall og heyra hinar undursam-
legustu sannanir. Hérna um kvöldið var eg á fundi í Sheff-
ield og skömmu áður í Leeds, og við bæði þessi tækifæri
kom miðillinn með mjög sannfærandi sannanir, en áheyr-
endur skiptu hundruðum. Það eru vandræði, að við skul-
um ekki varðveita slíkar sannanir. Það ætti að skrifa þær
upp og gefa út í bók, og þeir, sem segjast fá fullnægjandi
sannanir á fundunum, ættu að birta nöfn sín í slíkum
ritum.
Hvernig öflum vér sannana fyrir dómstólunum? Á
nákvæmlega sama hátt og spíritistar gera, — með stað-
reyndum, orðum, lýsingum, bendingum, hugsanatengslum.
Það er hægt að bera aðferðirnar saman lið fyrir lið.
Eg ætla að minna ykkur á söguna um úlfinn og lamb-
J