Morgunn - 01.06.1936, Síða 66
60
MORGUNN
borið hefir við í raun og veru, þá er hann alt of slyngur
til þess, að láta slíkt blekkja sig.
Það vantar auðsjáanlega eitthvað í svona fólk, —
einhverja fellingu í heilanum eða hvar sem þeir nú
geyma vitið.
Augljóst dæmi þessarar vöntunar sá eg fyrir skömmu
á fundi í Spíritista-sambandi Lundúna.
Dr. Neville Whymant, hinn frábæri Austurlanda-
fræðingur, hafði verið að segja frá því, að hann hefði við
ýms tækifæri, í viðurvist ýmsra kunnra manna, átt tal, á
fornri kínversku, við líkamalausa rödd og fengið hjá
henni skýringu á torskilinni fornri kviðu, kínverskri, sem
aldrei hafði verið skýrð til fullnustu.
Þar að auki hafði hann heyrt raddirnar tala 14 er-
lend mál, þar á meðal hindí (indverskt nútíðarmál), pers-
nesku, sanskrít (indverskt fornmál), arabisku, basisku og
júðsku (yiddish).
Sem fulltrúi vísindanna á þessum fundi var dr. Eric
Dingwall beðinn að stinga upp á skýringu. Hann sagði,
að skýringin væri ósköp venjuleg, nfl. ofheyrn (ofskynj-
un, „hallucination").
Ofheyrn átti að skýra einróma sannfæringu meira
en tólf manna við meira en tólf tækifæri. Hvernig á að
fara með svona andstæðinga? Þeir vilja ekki horfast í
augu við staðreyndirnar. Þeir flýja. Eru blátt áfram slík
undanbrögð heiðarleg?
Það er mjög erfitt að ímynda sér, að dr. Dingwall
gæti sjálfur trúað slíkri skýringu eða að nokkur annar
geti lagt trúnað á annað eins.
Slík óráðvendni af hálfu vísindanna er blettur á
heiðri þeirra, — synd gegn hinum heilaga anda vísind-
anna, anda sannleikans. —
Önnur yfirsjón vísindamannanna kemur oss hér við,
nfl. það, að þeir vilja ekki kannast við nein sálræn fyrir-
brigði, sem þeir geta ekki skýrt með sinni mjög takmörk-
uðu þekkingu.
i