Morgunn - 01.06.1936, Side 70
64
MORGUNN
Eg býst við, að það sé til of mikils mælst, þrátt fyrir
ljósmyndir, vogir og vitnisburð manna, að vinir okkar
vísindamennirnir trúi þessu öllu. Og þó mættu þeir muna
það, að fyrir 50 árum myndu þeir hafa trúað harla litlu
af því, sem er að gerast í vísindaheiminum nú á dögum.
Þeim til uppörvunar ætla eg nú að hafa yfir merkilegan
spádóm eftir mann, sem þeir ættu a. m. k. að virða fyrir
hans vísindalegu efagirni, — Charles Richet:
„Undursamleg öfl eru að starfi umhverfis oss. Stað-
reyndirnar virðast vera í undarlegu ósamræmi við viður-
kend sannindi. En svo er ekki. Þar sem staðreyndirnar
eru staðreyndir, hlýtur ósamræmið að vera aðeins á yfir-
borðinu, — óhjákvæmileg afleiðing af vanþekkingu vorri.
Þessi vanþekking mun ekki vera ævarandi. Sá dagur
mun koma og er ef til vill ekki fjarlægur, þegar einhver
óvænt uppgötvun mun opna nýtt sjónarmið fyrir augum
vorum. Afburðamaður, máttugur miðill, heppileg tilvilj-
un, — hvað út af fyrir sig af þessu gæti nægt til að leiða
í Ijós heilan hóp af nýjum sannindum.
Loka-árangurinn mun verða miklu óvæntari og und-
ursamlegri, en vort takmarkaða ímyndunarafl getur
dreymt um.
Vísindin munu gerbreytast, — langt fram yfir það,
sem vér getum gert oss í hugarlund".
Jakob Jóh. Smári íslenzkaði.