Morgunn - 01.06.1936, Page 72
66
MORGUNN
ast lífið, sem lá framundan henni; jafnframt var sú sann-
færing, sem var nálega partur af trúarbrögðum hennar,
að samband milli móður hennar í himnaríki og hennar
sjálfrar á jörðunni, gæti ekki komið til neinna mála.
Eg reyndi að sannfæra hana um, að slíkt samband
gæti gerst, með því að segja henni frá sumum af þeim
dæmum um þjónustu englanna, sem eg hafði séð; en hin
djúpsetta trúarbragða sannfæring hennar var því til fyrir-
stöðu, að hún tæki frásagnir mínar trúanlegar.
„Mér þætti yndislegt að trúa eins og þér trúið“, sagði
hún, „en eg get það ekki. Ef dánir menn ættu stundum að
geta komið aftur til jarðarinnar og komist í samband við
lifandi menn, þá getur ekki hjá því farið, að einhverjir
af trúarbragðakennurum vorum mundu vita það og segja.
oss frá því. Þetta er of gott til þess að vera satt. Við erum
ekki hæf til þess að englar komi til okkar og huggi okkur“..
Sá tími kom, að andlátið var mjög nálægt. Móðirin
hafði um nokkurn tíma verið meðvitundarlaus, og dóttirin
kraup við rúmið, grátandi, og lét andlitið fallast niður í
hendur sínar. Alt í einu sá eg tvo engla, sem stóðu sinn
hvoru megin við rúmið. Andlitið á öðrum þeirra var karl-
mannsandlit, og hann virtist hafa verið um sextugt, þeg-
ar hann hafði farið af þessum heimi. Skegg hans og hár
var stálgrátt. En á andliti hans var mótað þetta, sem ekki
verður með orðum lýst, en benti á þær miklu nægtir af
lífsafli og fjöri, sem hafa ljómað á öllum engla andlitum,
er eg hefi séð, hvort sem þar hefir annars verið sjáanleg
líking æsku eða elli. Andlitið á hinum englinum var konu
andlit, og virtist eitthvað tíu til fimtán árum yngra.
Konan, sem var að deyja, lauk upp augunum, og i
því kom þessi glaðlegi svipur, sem benti á, að hún þekti
gestina, svipurinn, sem eg hefi svo oft tekið eftir hjá
mönnum, þegar andar þeirra eru að því komnir að losna
að fullu frá sínum jarðnesku bústöðum. Hún rétti út báðar
hendurnar. Annar engillinn tók í aðra höndina og hinn
engillinn tók í hina höndina, og andlit þeirra ljómuðu af