Morgunn - 01.06.1936, Blaðsíða 84
78
M 0 R G U N N
hún enga trú á áhrifum bænarinnar. Hún fann enga hugg-
un í neinu öðru en því að rífast út af þeirri grimd og því
ranglæti að taka lífið frá henni. Meðan hún hafði með-
vitund hugsaði hún um ekkert annað en sjálfa sig; eng-
inn vonargeisli varpaði birtu inn í myrkrið, sem hjúpaði
sát hennar, og síðustu dagar hennar voru aumkunarverðir.
Gesturinn, sem sagði sögu sína.
Erindi eftir Einar Loftsson.
Miljónir manna, víðsvegar um heim, halda því hik-
laust fram, að þeir hafi fengið órækar sannanir fyrir því,
að framliðnir vinir þeirra lifi og starfi í ósýnilegum
heimi. Fyrir þeim staðhæfingum liggur aragrúi sannana,
fjölþætt og haglega ofin rök, er hinir svonefndu fram-
liðnu menn hafa komið með í sannanaskyni fyrir fram-
haldslífi sínu. En jafnhliða því, sem menn hafa öðlast, að
því er þeir telja, órækar sannanir fyrir persónulegu fram-
haldslífi látinna vina sinna, þá virðist það næsta eðlilegt
og í beinu áframhaldi af fenginni áðurnefndri vissu, að
þeir hinir sömu þrái fyllri þekkingu á lögmálum eilífðar-
heimsins, frekari þekkingu á umhverfi því, er látnir vin-
ir vorir dvelji í, lögmálum þeim, er ráði á þeim sviðum,
er þeir dvelja á, og þá einnig á því, hvaða áhrif jarðlífs-
breytni vor er líkleg til að hafa á framtíðarörlög vor.
Og öll fræðsla um þau efni er oss ekkert síður mikil-
væg en sjálfar sannanirnar. Það er því í alla staði eðli-
legt að fundargesti langi einatt til þess að leggja einhverj-
ar slíkar spurningar fyrir þá, er með ýmsum hætti hafa
sannað þeim nærveru sína, og þá aðra, er þeir hafa átt
samstarf við, eins og t. d. stjórnendur miðlanna, og þá, er
með þeim starfa við sambandið.