Morgunn


Morgunn - 01.06.1936, Side 86

Morgunn - 01.06.1936, Side 86
80 MORGUNN Bað frú Guðrún stjórnendur sína að reyna til ef mögulegt væri að hjálpa konu þessari eitthvað, og reyndi jafnframt til þess að biðja fyrir veru þessari. Að nokk- urri stundu liðinni losnaði kona þessi undan þessum áhrif- um og náði sér aftur. Töluðu þær nokkuð frekar um þetta; að síðustu spurði frú Guðrún konuna: „Hefirðu aldrei reynt til þess að biðja fyrir þessum manni og hugsa hlý- lega til hans?“ „Biðja fyrir honum“, endurtók konan, „nei, eg hata hann“, og eitthvað sagði hún fleira, er lýsti andúð hennar á veru þessari. Enginn okkar getur sagt um það, hvað gerðist þessa stund, en kona þessi varð ekki framar vör við nærveru hans. En frú Guðrúnu var það ljóst, að eitthvað frekara þurfti að gera fyrir þennan gest, þetta var aðeins hálfur sigur að hennar áliti, henni var það ljóst að hann mundi hafa ósegjanlega þörf fyrir samúð og hjálp, og enginn vafi er á því, að þrá frúarinnar eft- ir því að veita honum einhverja aðstoð, muni hafa verið stjórnendum hennar kærkomin beiðni. f byrjun fundarins, er haldinn var á heimili E. H. Kvarans 14. okt. f. á., lét stjórnandi frúarinnar, I. K., þess getið, að á fundinn myndi verða komið með gest einn, er þyrfti mikillar og skjótrar hjálpar, hann hefði liðið mik- ið og ætti við ósegjanlega erfiðleika að búa, en það mætti til með að gera eitthvað fyrir hann, ef unt væri, og var auðheyrt að stjórnandanum var það verulegt áhugamál. Fundurinn gekk ei að síður eins og venjulega, en svo virtist sem miðlinum gengi óvenjulega erfitt að vakna til fulls, auðsætt var að einhverju myndi ólokið. Fundar- gestirnir gengu nú út úr stofunni, en við, sem erum stöð- ugir gestir á fundum hennar, sátum eftir. Stjórnandi frú- arinnar, I. K., lét nú aftur til sín heyra, sagði hann að þeir mættu til með að gefa gesti einum kost á að nálgast sambandið, og bað okkur um að vera við komu hans bú- in og gera alt, sem í okkar valdi stæði, til þess að hjálpa honum. Hann vék nú brott, örlitla stund var alt hljótt. Við biðum átekta. Mér varð litið á miðilinn. Mér varð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.