Morgunn - 01.06.1936, Qupperneq 93
MORGUNN
87
eitt, að traðka á helgustu tilfinningum mínum, leika sér
að helgustu gimsteinum hjarta míns, fylla sál mína eitri?
Til hvers var lífið? Til hvers hafði viðleitni mín ver-
ið? Til hvers hafði eg barist? Eg hafði leitast við að strá
fegurstu blómrósum helgustu og einlægustu tilfinninga
rninna á veg hennar, hún tróð á þeim, marði þær undir
hælum sínum. Eitursýklar hatursins bárust inn í sál mína,
illgresi hefnigirninnar þróaðist skjótt í myrkri beizkjunn-
ar, mennirnir fyrirlitu mig, almenningsálitið grýtti mig,
þeir tróðu á helgustu tilfinningum mínum. Eg átti aðeins
eina þrá, þá að hefna mín, traðka á þeim, tæta þá í sund-
ur, misþyrma þeim á sama hátt og þeir höfðu misþyrmt
uiér. Lífið var orðið mér einskis virði, nei — það var orð-
ið mér meira, það var orðið mér að óbærilegri kvöl, óbæri-
iegri andstygð. Eg þráði að losa mig af klafa þess, varpa
^iér út í myrkurþögn eilífs algleymis, eg var þá sann-
færður um að öllu væri lokið með líkamsdauðanum, en
eg þráði að hefna mín á mönnunum, traðka á þeim eins
°g orminum, sem skríður í duftinu, sem engist sundur af
kvöl, er hinn sterki treður þá sundur undir hælum sínum,
en mennirnir voru möðkunum sterkari, mig skorti mátt
til þess að hefna mín, eg beið allstaðar ósigur, vanmáttar-
tilfinningin lagðist á mig eins og nístandi farg, djöfullegt
hatur ólgaði í sál minni. Eg sá ekkert annað ráð en gera
enda á þessari ægilegu kvöl, losna úr helgreipum lífsins,
tilgangslauss lífs, myrkurs og þjáninga. Eg fann tæki-
t'ærið, jarðlífi mínu var lokið. En til hvers var að losna,
eg hafði ekki losnað við neitt, nema þennan vesalings
skrokk, eg fyltist óstjórnlegri reiði, er eg sá hann, enn
emn ósigur, eg reyndi að sparka í hann, misþyrma hon-
Ura, en það dugði ekki neitt. Eg sá félaga mína koma og
hirða þetta ræksni, eg varð enn þá tryltari og æstari, því
hirtu þeir mig ekki sjálfan líka? Eg var einn, aleinn,
^iyrkur örvæntingarinnar grúfði umhverfis mig. Nautna-
horstinn brann í sál minni, eg leitaðist við að fullnægja
honum með öllu mögulegu móti, eg reyndi að skríða inn í