Morgunn - 01.06.1936, Síða 95
MORGUNN
89
um öræfi örvæntingarinnar frá einum stað til annars, frið-
laus og eirðarvana. Eg fór að hugsa, eg hafði ekki gert það
tengi, lengi. Einhver breyting var að gerast á sjálfum mér,
Jafnvel þótt mér væri ekki ljóst hvað var að gerast. Óljós-
nni minningamyndum liðinnar jarðlífs-æsku brá fyrir í
huga mínum, eins og snöggum ljósaleiftrum. Hugsanir
niínar voru allar á ringulreið, en öðru hverju fór eg að
finna til löngunar eftir ljósi og birtu, en var það yfir höf-
uð hugsanlegt, að eg, er svona hafði leikið sjálfan mig,
ætti nokkurrar viðreisnar von; gat eg vænst þess, að mér
auðnaðist nokkurn tíma að finna ljósgeisla kærleikans og
samúðarinnar hlýja sál minni líkt og í æsku? Eg leitaði,
lengi vel, árangurslaust. Eg fann að lokum stúlku, eg hafði
emhverja hugmynd um, að hún gæti liðsint mér, eg gat
látið hana verða vara við mig, en —, hún misskildi til-
Sang minn; hún formælti mér, hún reyndi ekki að skilja
mig eða að gera sér grein fyrir því, að eg vildi að eins
koma til hennar sem vinur, sem var að reyna að koma
henni í skilning um, að eg væri að biðja hana að binda um
sárin mín; hún hataði mig, hún grýtti mig með hugsunum
sínum. Eg veit þið skiljið, að þetta gerðist ekki alt í einu
vetfangi, nei, langur tími leið, þrunginn af sársauka og
kvöl. Hvað átti eg að gera? Hvert gat eg farið? Ein sann-
færing var orðin föst í huga mínum, sú, að við þessa stúlku
vaeri eina viðreisnarvonin tengd, þrátt fyrir alt. Eg vissi,
að nærvera mín olli henni vanlíðan, en nú var það ekki
tengur tilgangur minn að valda slíku, en tækifærið kom
ekki; hvernig átti eg að geta vænst slíks, eg, sem var glat-
aður, útskúfaður? Samt fanst mér eg verða að bíða, bíða
eftir einhverju. Máske voru þessar vonir mínar, þessar
oljósu vonir, aðeins blekkingarhyllingar, þess er aldrei get-
náðst, vonir, dauðadæmdar vonir, nýr ósigur. — En
skyndilega var eins og ský hefði dregið frá sólu, það varð
í einu skínandi bjart umhverfis mig, það var eins og
ylþrunginn sumarblær andaði á móti mér, það var eins og
eS lifði upp að nýju yndislegustu minningastundir liðinn-