Morgunn - 01.06.1936, Page 96
90
MORGUNN
ar æsku í faðmi móður minnar. Óstjórnleg hugaræsing
náði tökum á mér; var þetta veruleiki, eða var þetta að
eins hyllingamynd núorðinna instu og dýpstu kenda minna
og þráa, upphaf nýrra vonbrigða, nýrra þjáninga, nýrra
þrauta? Eg hlustaði af öllum mætti sálar minnar. Einu
sinni hafði eg haft þessa bæn yfir, sungið þennan sálm;
mér var að hlotnast hið langþráða, dásamlega tækifæri.
Guði almáttugum sé lof og dýrð! Eg var að skynja dá-
samlegasta veruleikann í tilverunni; eg, sem hafði barist
gegn ljósinu, gegn kærleikanum, gegn Guði, hann var að
vefja um mig kærleika sínum; nú skynjaði eg fyrst, að
hann hafði altaf verið að leita mín.Nú átti eg að eins eina
þrá, ljósið, blessað guðdómlega ljósið. Lof og dýrð sé þér,
almáttugi faðir. Megi hinn vermandi kærleikskraftur
drottins drjúpa svo þétt sem döggvar geta fallið yfir sálir
ykkar. Drottinn Jesús Kristur, faðir ljóssins og kærleik-
ans, blessi ykkur, sem hjálpuðuð mér til þess að snúa við,
sem vísuðuð mér veginn til hins eilífa Ijóss.
Vinur minn! Eg hefi nú brugðið upp fyrir þér nokk-
urum myndum úr liðinni lífssögu minni. Eg veit, að þér
mun finnast þær, margar þeirra, dimmar og ömurlegar.
Já, vissulega eru þær það, en þrátt fyrir það eru þær
eigi að síður ofnar gullnum þráðum hins frelsandi kær-
leika, bera í sjálfum sér söguna um sigurmátt samúðar-
innar, sigurmátt kærleiksríkra bæna, hvað unt er að gera
fyrir þá, sem hverfa yfir landamærin með hugann fullan
af helsárum minningum. Það er þetta, sem hefir hjálpað
mér upp úr djúpum niðurlægingarinnar; öllu þessu á eg
það að þakka, að nú er skammdegisvetur lífs míns liðinn,
að eg sé nú í framsýn sumarlönd eilífs þroskamöguleika,
þar sem mér eru búin skilyrði til fyllri þekkingar, aukins
og sannari skilnings á lögmálum kærleikans“.
Hann beindi þessu næst máli sínu til mín nokkur
augnablik, en þar sem þær samræður snertu að eins sam-