Morgunn - 01.06.1936, Síða 99
MORGUNN
93
sterkastar og ákveðnastar sannanir hefir fært mér fyrir
^ærveru sinni eftir líkamsdauðann.
Frúin hefir nú um nokkur ár helgað dásamlega miðils-
hæfileika sína því veglega hlutverki, að veita sannleiks-
byrstum mönnum tækifæri til þess að öðlast sannanir fyrir
framhaldslífi látinna vina sinna, og eg hygg, að margir
þeir, er góðs hafa notið af starfsemi frúarinnar muni segja
eitthvað líkt í huga sínum og kona ein úti á landi komst
að orði í bréfi til mín, er hún hafði fengið skilaboð frá
látnum vini sínum: „Guði sé lof fyrir hana frú Guðrúnu“.
Þeim, er hafa verið svo heppnir, að starfa með góðum
ttuðlum, grandvörum og heiðarlegum, eins og t. d. frú Guð-
runu, þeim er það ljósast, hversu stjórnendur miðlanna
^ggja mikla áherzlu á það, að koma því réttu til fundar-
u^anna, sem þeim er trúað fyrir að flytja.
Er nokkur ástæða til þess að ætla, að slíkir stjórn-
endur, eins og t. d. þeir, er við höfum kynst af samstarf-
!nu við frú Guðrúnu, svo að eg nefni eitt af mörgu, muni
leggja minni áherzlu á það, að segja satt og rétt frá því,
er snertir lífið í öðrum heimi, en öðru því, er þeim hefir
tekist að koma réttu til viðtakenda eftir þessum sömu leið-
um- Eg svara þessari spurningu hiklaust neitandi. Eg held
ennfremur, að sá aragrúi sannana, sem borist hefir til vor
eegnum hæfileika hennar sé nokkuð veigamikil trygging
tyrir verðmæti slíkrar fræðslu, er ókunni gesturinn hefir
^erið að færa okkur. Og vei*t er að veita því athygli, að þá
yrst er hún hefir starfað um mörg ár sem sannanamiðill,
°g með ágætum árangri, er gerð tilraun til þess að koma
með slíka fræðslu. Vér getum að vísu aldrei vænst þess að
Ver hljótum á þennan hátt, alhæfa eða tæmandi fræðslu
Um annan heim eða lífið þar; frásögn hvers einstaks hlýt-
Ur æfinlega að mótast að einhverju eða miklu leyti af per-
^enulegum þroska og sérhæfri reynslu hvers og eins. En
bó
svo kunni að vera um margt af því, er oss er sagt eftir
essum leiðum, þá hafa þó allar slíkar frásagnir æfinlega
a ment g-ildi að meiru eða minna leyti.