Morgunn


Morgunn - 01.06.1936, Síða 106

Morgunn - 01.06.1936, Síða 106
100 MORGUNN móðir mín þurfti að fá mann af öðrum bæ sér til aðstoð- ar þessa nótt. Um morguninn þennan dag, þ. 10. marz þ. á., kom formaður sá, er faðir minn var ráðinn háseti hjá, til þess að kalla föður minn til róðrar. Hét hann Stefán og bjó á Mið-Skála undir Vestur-Eyjafjöllum. Fað- ir minn hafði sagt Stefáni að hann treysti sér ekki með nokkuru móti til að fara til sjávar, eða að klæða sig þenn- an dag. „Það gerir ekkert til“, hafði Stefán sagt, „ef guð gefur okkur í soðið, Brynjólfur minn, þá fær þú eitthvað líka“; að svo mæltu fór hann. Það reyndist samt ómögulegt fyrir móður mína að koma í veg fyrir það, að faðir minn klæddi sig og færi þegar suður í sand. Hann kom það snemma til sjávar, að hann koinst upp í skipið um leið og því var ýtt á flot. Þeir fiskuðu vel um daginn og komu að landi rétt eftir hádeg- ið. Losuðu þeir skipið í mesta flýti og ætluðu þegar að taka annan róður, en þá vildi svo til, að faðir minn lendir í sjóinn og undir skipið, en við það fékk hann svo mikið högg á höfuðið, að gat kom á höfuðkúpuna, en þeir hættu þegar við róðurinn. Snemma næsta morgun, þann 11. marz, vöknuðu gömlu hjónin, er eg var hjá, og eg við það að guðað er á gluggann og vorum við öll sannfærð um það, að sá, er það gerði, væri enginn annar en faðir minn, því að við vorum öll viss um það, að þetta var málrómur föður míns. Guðmundur fór þegar til dyra og gaf sér ekki tíma til þess að klæða sig til fulls, en hann varð ekki var við að nokk- ur væri kominn. Gekk hann kring um bæinn og varð einkis manns var. Hann kom því næst inn, sýnilega all áhyggjufullur, settist á rúmið sitt og lauk við að klæða sig. Hjónin töluðu eitthvað meira um þetta sín á milli, mér var auðsjáanlega ekki ætlað að heyra það, enda heyrði eg það ekki, hvað þeim fór á milli. Eg heyrði aðeir.s að Guðmundur sagði við konu sína, „að þetta boðaði eitt- hvað, það hefði sér aldrei brugðist, er eitthvað þessu líkt hefði komið fyrir sig“.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.