Morgunn - 01.06.1936, Blaðsíða 122
116
M 0 R G U N N
helgin fari að verða nokkuð sviplítil og tilgangslítil hjá
kirkjunni. Eitt er víst að fjöldi manna trúir nú alls ekki
þessari sögu fremur en ýmsum þeim kynjum, sem sagt
er frá í þjóðsögum. Þeim, sem trúa því að kristin kirkja
hafi verið stofnuð með hvítasunnu undrunum sem upp-
hafi, ætti ekki að standa á sama um það, hvort sterkar
líkur verða færðar að því, að hvítasunnusagan sé sönn.
En það kynlegasta í þessu máli er það, að svo margir
menn, sem trúa þessari sögu, er á að hafa gerst fyrir
nálega 2000 árum, taka því með megnustu fyrirlitning,
þegar sagt er frá því að sams konar atburðir gerist nú
á dögum. Þó er enginn vegur til þess að gera sér skyn-
samlega hugmynd um það, hver sannleikur sé í þessari
hvítasunnusögu, annar en sá að fá vitneskju um það,
hvort slíkir atburðir gerist á vorum tímum.
Merkisprestur í ensku þjóðkirkjunni,
RC Tweedale* ^ Charles L. Tweedale, sem frægur er fyr-
ir ágætar bækur, er hann hefir ritað um
sálræn vísindi, hefir ritað merkilega grein í vikublaðið
Light þ. 28. maí síðastl um hvítasunnuna. Hann segir
þar meðal annars frá því, sem hér fer á eftir:
,,Eg er að líkindum eini klerkurinn, sem
Frasogn prests- no^g þeirra hlunninda að vera við-
ms.
staddur alveg sams konar atburði eins og
þá, sem gerðust í Jerúsalem fyrir nálega tvö þúsund
árum.
„Fyrir nokkurum árum tókum við, konan mín og eg,
okkur ferð á hendur norður á bóginn til lítils náma-
þorps í því skyni að vera þar á fundi hjá vel þektum
líkamninga miðli. Þegar við komum heim til mannsins,
hittum við þar um 30 manns, námamenn, sem voru
starfsbræður miðilsins, konur þeirra og vini, og þetta
fólk var saman komið í allstóru herbergi uppi á lofti í
húsi miðilsins. Við rannsökuðum herbergið vandlega og
því næst tvílæsti eg hurðinni og stakk lyklinum í vasa
minn. Við settumst öll niður í þessari stofu og þá var
J