Morgunn - 01.06.1936, Síða 124
118
MORGUNN
Líkamningar.
Við skildum þá ekki í þetta skipti, en bersýnilega var
þetta nákvæmlega sams konar fyrirbrigði eins og það,
sem lýst er í Postulasögunni II., 4. og síðar í I. Kor.,
XIV., 2.“.
Presturinn gerir því næst rækilega grein fyrir þeirri
ályktun sinni, að ekki komi til neinna mála að þessum
fyrirbrigðum hafi verið komið til Jeiðar með öðru móti
en sálrænum hætti. Þeirri greinargerð er slept hér, enda
virðist hennar naumast þörf. Presturinn heldur þá
áfram á þessa leið:
„Eftir að krafturinn var þrotinn til þess
að framleiða þessi ljós og mennirnir voru
komnir úr sambandsástandi, biðum við eftir líkamning-
um. Eg rannsakaði hornið á herberginu, sem var tómt
og hengt fyrir það tvö þunn tjöld; hart gips á veggjun-
um og gólfið dúklaus borð. Eg sat í góðu ljósi tæpan
meter frá opinu milli tjaldanna og sá allan tímann lík-
ama miðilsins gegn um þetta op og átta verur sá eg
koma út úr horninu, mismunandi stórar, frá hávöxnum
karlmanni niður að litlu barni hér um bil fjögurra ára
gömlu.
„Postularnir og félagar þeirra voru teknir í sam-
bandsástand á hvítasunnudag og töluðu öðrum tung-
um. Þetta, að menn hafi verið teknir í sambandsástand
og því næst talað tungum, hafa menn séð og heyrt mörg
hundruð 6innum á síðustu 80 árunum.
„Vér vitum að það eru mjög oft andar framliðinna vina
og skyldmenna, sem koma miðlunum í þetta sambands-
ástand. Eg hefi séð það hvað eftir annað í prestsetri
mínu og fengið óhrekjanleg sönnunargögn fyrir fram-
haldslífi og návist framliðinna skyldmenna minna. Svo
er um marga aðra“.
Þá snýr presturinn sér að hugleiðingum
um það, hvaðan þessi hvítasunnufyrir-
brigði Nýja Testamentisins hafi stafað.
Þar kemst hann meðal annars svo að
HvaSan stöfutSu
hvítasunnu-
fyrirbrigíSin?