Morgunn - 01.06.1936, Qupperneq 126
120
MORGUNN
„Eins er um önnur fyrirbrigði, sem eign-
tfPeIS?n* uð eru „heilögum anda“ eða „andanum“,
an guofræöileg- , , .
ur tilbúningur. að ÞaU eru verk ymlssa Sendlboða guðs,
er starfa, beint eða óbeint, sem hans
heilögu, eða góðu anda-fulltrúar, og e k k i verk sér-
stakrar anda-persónu, eða „þriðju persónu“ guðdóms-
ins. Slík „þriðja p,ersóna“ er í raun og veru engin til,
heldur er guðfræðilegur tilbúningur, sem táknar bráða-
birgða tilgátu, er ætlað er að skýra ýmsar staðreyndir
og fyrirbrigði, sem menn höfðu þá ófullkominn skiln-
ing á......
„Orðtakið „heilagur andi“ er sameiginlegt nafn
og hefir í sér fólgin öll dæmin um þessi fyrirbrigði; en
orðtækið „samfélag heilags anda“ bendir á samband-
ið við góða sendiboða úr heimi andanna (.engla og anda
framliðinna manna) og aðstoð þeirra og hjálp, sam-
kvæmt leyfi guðs og undir stjórn hans.
„Kenning kirkjunnar um þrenninguna var ekki
orðuð af postulunum, né af kirkjunni á postulatímabil-
inu. Hún er tilraun til að finna upp bráðabirgðar til-
gátu, þegar skilninginn vantaði á fyrirbrigðunum. Hún
er ekki rétt, hefir aldrei verið rétt, og verður það aldrei.
Það hafði skaðleg áhrif, að kirkjan aðhyltist hana síð-
ar, því að hún varð til þess að gera óskýrari kenning-
una um samfélag heilagra og iðkun þess — verulegs
sambands, sem sanna mátti, milli hinnar stríðandi
kirkju á jörðunni og hinnar sigri hrósandi kirkju á
himnum; og hinar skaðlegu afleiðingar hafa haldið
áfram — kirkjunni til mikils tjóns og tálma — alt fram
á þennan dag“.
Sálarrannsóknamálið hefir að mestu leyti
Styrxnn uin sal- verjg látið í friði hér á landi um nokkuð
rænar lækmngar. hefir þeim friði Verið slitið á
þessu ári. En sérstaklega stendur nú styr um eina hlið
þess, sálrænar lækningar. Landlæknir hefir skrifað lang-
an bálk af greinum, sem eiga víst að réttlæta það, að þau