Morgunn - 01.06.1936, Page 129
MORGUNN
123
rænar lækningar sem eintómt „kukl“, eins og landlæknir
gerir, og við vitum líka, að því fer fjarri, að allir læknar
hér á landi séu honum sammála í þessu efni.
_ Við, sem fengist höfum nokkuð við rann-
ííilsgafa og sý]jnjr dularfullra fyrirbrigða hér á landi,
siglingafrœoi.
höfum ekki ástæðu til að láta mikið yfir
þekking okkar og fróðleik. En ekkert gort er það, þó að
við gerum okkur í hugarlund, að við séum fróðari um þess-
ar rannsóknir en landlæknir. Hann hefir í einni af þess-
um greinum sínum, alveg að nauðsynjalausu, að mér finst,
komið upp um sig svo mikilli fáfræði um sálarrannsókna-
rnálið, að öllum, sem nokkurt vit hafa á því máli, þykir
býsnum sæta. Hann heldur því þar fram, að það sé alveg
jafn eðlilegt, að miðlar geti haft stjórn á skipi, eins og að
rcænn geti læknast fyrir þeirra tilstuðlan. Því er haldið
iram um allan heim af þeim, sem með sálrænum lækn-
mgum mæla, að lækningarnar gerist oft með einhverjum
hætti fyrir afskifti frá verum í öðrum heimi. Fyrsta skil-
yrðið fyrir því, að þeim lækningum megi verða framgengt
er það, að miðlarnir nái öruggu sambandi við þessar verur.
^eir, sem fást við slíkar tilraunir af fáfræði og flumbru-
skap, flaska langoftast á því, að þeir hafa ekki vit eða
Þekkingu á því að fá tryggingu fyrir því, að sambandið
sé örugt. Eitt aðal-skilyrðið fyrir því er algjört næði. Skil-
yrðin eru margvísleg, eftir því, hvernig ástatt er um miðl-
ana. En óhætt er að fullyrða það, að engum manni, sem
nokkur minstu kynni hefir haft af þessu máli, hefir kom-
til hugar, að miðilshæfileikar geti komið í staðinn fyrir
Þekking á sjómannafræðum. Þar með er ekki sagt, að áhrif
frá öðrum heimi geti ekki og hafi ekki komist að við sigl-
lngar og aðra sjómensku. Eg er því miður ekki mikið
kunnugur sjómönnum vorum. En svo mikið hefi eg kynst
þeim, að mér er kunnugt um, að það er ekki sjaldgæft,
uð þeir þakki það áhrifum frá öðrum heimi, að þeir hafa
haldið lífinu í miklum hættum. Það er auðvitað alt annað
en að hugsa sér að áhrif frá öðrum heimi komi í staðinn