Lífið - 01.06.1937, Side 65
LÍFIÐ
223
tilraunanna svo ósamrýmanleg náttúrlegum skilyrð-
um, að um túlkun á þeim grundvelli, sem sönnunar-
gagni, getur ekki orðið um að ræða.
Þess vegna er ekki annað eftir fyrir jarðfræðing-
inn að gera en sanna ályktanir sínar á óbeinan hátt.
Það verður að reyna þannig að halda áfram strang-
lega rökfræðilega og hinar gerðu tilgátur, hvað snert-
ir undanfarandi reynslu, skulu mótsetningalaust inn-
leiddar sem góðar og gildar. í því ályktunarréttmæti,
sem hugsunin getur bætt við ásamt allri tilgátna-
keðjunni, sem hin upprunalega athugun byggist á,
er jarðfræðingurinn að miklu leyti sérstaklega háð-
ur réttleika forsendanna, og þær er einkum og sér í
lagi örðugt að færa sönnur á, þar sem steinarnir sem
frumfræðilegt verkefni, eins og vér höfum séð, eru
einungis ófullkomlega rannsakanlegir og ófullkom-
lega skýranlegir. Reynt hefir verið með meiri háttar
aðstoð efnafræði og eðlisfræði að gefa jarðfræðinni
nákvæmara útlit. En ástandið í heild lagast þó ekk-
ert við þetta. Þar sem efnafræði og eðlisfræði hafa
ávalt þann möguleika, að færa sönnur á uppruna-
legar tilgátur og ályktanir í sambandi við þær, getur
þetta ekki átt sér stað, hvað jarðfræðina snertir.
Að eins undir vissum kringumstæðum verða jarð-
fræðilegar tilgátur staðfestar sem staðreyndir, nefni-
lega þegar eitthvert nytsamt efni fyrirfinst í sam-
bandi við úkveðið jarðlag, þá er hægt að draga af
tví ákveðna tilgátu eða ályktun, sem svo borun eða
gröftur, ef framkvæmd, getur sannað, hvort tilgáta.
eða ályktun jarðfræðingsins reynist rétt eða ekki.
En hvers konar frásagnir af uppruna verða aldrei