Lífið - 01.06.1937, Page 141
X.IFIÐ
299
beygSi sig út um gluggann. Þá kinkaði hann kolli og
klifraði á eftir Eustachio niður stigann. Þar stóðu
þeir kyrrir um stund.
Á hliðarteinunum voru varðmenn á gangi fram
og aftur. Eustachio horfði eftir endilangri lestinni.
Það voru alt að því 40 vagnar og allir með háfermi.
Nei, nú varð hann að vita, hvað hann var að flytja.
Hann gekk nokkur skref að kolavagninum, en þá
þreif Márinn í handlegg honum og hristi höfuðið.
Eustachio reyndi að gera honum skiljanlegt, hvað
hann átti við, með því að benda á vagnana. En varð-
maðurinn skildi hann ekki, og fór að ýta honum upp
stigann í eimreiðarskýlið.
Eustachio kinkaði kolli til samþykkis. Hann sveifl-
aði sér eins og elding upp stigann, og áður en Márinn
gat komist upp, var hinn kominn niður aftur. Hann
hélt á langskeftum hamri í hendinni. Hann vingsaði
honum fyrir framan nefið á verðinum, gekk síðan að
einu hjólinu á eimreiðinni og lét málmhljóð gjalla,
um leið og hann leit spurnaraugum á varðmann sinn.
Máranum var nú orðið þetta skiljanlegt. Hann þekti
það. Hann gretti sig og kinkaði kolli. Nú gekk Eusta-
chio hægt meðfram endilangri lestinni. Hann stöðv-
aðist hjá hverjum vagni. Málmurinn gaf frá sér sín
sérstöku hljóð. I hvert skifti kinkaði Márinn kolli
til samþykkis og í hvert skifti, sem Eustachio rétti
úr sér, leit hann yfir vagninn, þaðan sem hann stóð.
Á fremstu vögnunum var kössum hrúgað upp. Það
var dynamit. Hvílík heimska, að flytja svona hættu-
legt sprengiefni á fremstu vögnunum. Ekki gátu þeir
•skilið svo mikið sem þetta! Þá komu járnhlutar.