Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2003, Síða 117

Frjáls verslun - 01.04.2003, Síða 117
FYRIRTÆKIN Á NETINU Netauglýsingar Auglýsingar á Netinu eru smám saman að vinna sérsess hérá landi enda eru netauglýsingar komnar vel á skrið erlendis. íslendingarfara sér hægar í sakirnar. Fyrirtœki birta helst borða, svokallaðan „banner“, á stórum vefmiðlum ogstundum bregðurfyrir einhverri hreyfingu á borðanum. Eftír Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur Fyrirtæki hafa reynt að nýta sér Netið sem auglýsingamiðil og smám saman er Netið sem auglýsingamiðill að taka við sér eftir Netæðið sem geisaði um heiminn lyrir nokkrum árum. Netið hefur haldið áfram að lifa og það góðu lífi. Flest fyrirtæki reka eigin vefsíður og stór fyrirtæki eiga það til að setja upp sérstakar vefsíður til kynningar eða sölu á ákveðnum framleiðsluvörum. Hér á landi hefur Netið einnig verið notað til að auglýsa og skrá menn á fundi og ráðstefnur, svo að dæmi séu nefnd. Þannig eiga fyrirtæki lika til að kaupa pláss undir borða sem vísar umferðinni annað. Dæmi um þetta er auglýs- ingaborðinn ellismellur.is sem nýverið var birtur á Mbl.is. Hann beindi umferð ungs fólks inn á upplýsingasíðu um ímyndarherferð í þágu aldraðra. Netið vex því stöðugt, bæði sem miðill og markaðstæki. Möguleikarnir vannýttir Þegar erlendir fréttamiðlar eru skoð- aðir kemur fljótlega í ljós að þar leynast ljölbreyttar auglýsingar í dágóðu magni. Þannig fara reglulega stutt og skondin mynd- skeið úr sjónvarpsauglýsingum erlendra stórfyrirtækja um tölvupóst netverja um allan heim. Auglýsingaborðar skreyta yfirleitt alla fréttavefi og í mörgum tilfellum er hreyfing notuð til að fanga augað eða þá að stærri auglýsing hrekkur fram þegar músin færist yfir auglýsinguna og birtist þá önnur útgáfa af sömu auglýsingu. I sumum tilfellum eru auglýsingar seldar inn í fréttirnar miðjar þannig að lesandinn verður að skrolla yfir auglýsinguna til að halda áfram lestrinum. I enn öðrum til- fellum getur gluggi opnast leiftursnöggt og horfið á bak við vef- síðuna. Notandinn verður síðan að loka honum sérstaklega. Þetta er aðeins eitt af því fáa sem viðgengst á markaði netaug- lýsinganna úti í heimi. Magnús Orri Schram, sem rekur auglýsingastofuna Birtu Vefauglýsingar, segir að í dag hafi Netið mjög skýra skírskotun til unga fólksins, sérstaklega ákveðinna aldurshópa, og oft á tíðum sé þessi skírskotun jafn mikil eða meiri en þegar um sjónvarp er að ræða. I sumum tilfellum noti ungt fólk Netið meira en sjónvarp og því sé eðlilegt að nota Netið samhliða sjónvarpi eða jafnvel eingöngu til að ná til ákveðinna aldurs- hópa. Auglýsingamarkaðurinn á Netinu sé ungur ennþá en eigi eftir að stækka eftir því sem tíminn líður og notendurnir eldast og nýir aldurshópar koma inn. Auglýsendur séu að þreifa sig áfram á Netinu. Möguleikarnir séu vannýttir en þekkingin og fagmennskan vaxi ört. Fyrirtæki hér á landi noti almennt séð þrjú prósent af markaðsfé sínu í gagnvirkt markaðsstarf á Net- inu en erlendis sé þetta hlutfall 10-15 prósent. Islenskir netaug- lýsendur séu mjög tillitssamir við viðskiptavini sína. Gegnsæjar auglýsingar Þegar rætt er um það hvernig aug- lýsingar eru notaðar á Netinu hér kemur í ljós að auglýsinga- borðar eru í miklum meirihluta. Hér á landi hefur lítill áhugi verið á gluggum sem opnast um leið og farið er inn a vefsíðuna og loka þarf sérstaklega enda segir Magnús Orri að sú auglýs- ingaaðferð veki mikla óánægju, sérstaklega meðal kvenna. „Það er mjög lítil stemmning fyrir þessu hér á landi og þetta hefur nánast ekkert verið í gangi. Við höfum hinsvegar gert gegnsæjar auglýsingar með hreyfingu sem fer stundum yfir textann í kringum hana. Þetta er á mörkunum því að stundum finnst fólki þetta trufla.“ S!1 EE Á fréttaforsíðu Aftonbladet.se kemur upp Nokia-sími þegar músin fer yfir borðann efsttil vinstri. Á þessum netmiðli viðgengst að setja auglýsingar inn í miðjar fréttir. 9BMI -Inl xf Klikfor m ere oni (e>business on demand Eftir heimsókn á erlendan fréttavef sat þessi auglýsing eftir á skjánum. Simaskra.is er einn fjölsóttasti vefurinn hér á landi. Nýlega mátti sjá þar þrjá auglýsinga- borða, m.a. frá TVG-Zimsen, DV og Tölvu- miðlun fyrir utan eigin auglýsingar. VIÐSKIPTI ■ TÖLVUR • FERÐALÖG ■ VÍN - WWW.HEIMUR.IS 117
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.