Morgunn - 01.12.1978, Blaðsíða 25
GÁTAN MIKTA
119
inni miklu lægri spennu, eins og t. d. það spennustig, sem
notað er hér á landi til heimilisnotkunar, eða 220 volt, eða
með öðrum orðum þúsund sinnum lægri spennu, með hlið-
stæðum öðrum eðlisbreytingum, sem hyggist á því að tiðn-
inni er breytt. — Verkunin i kerfinu er þannig, að þegar
hleypt er spennu inn á aðra hlið spennisins verður um að
ræða hringhreyfingu á orkunni, sem inn streymir, með þeim
afleiðingum að hún myndar „secondary effect“ eða afleiðslu
verkanir, sem birtast sem segulsvið umhverfis framhlið spenn-
isins, eða spólunnar sem notuð er, og þetta segulsvið spanar
siðan upp endurverkun í bakhlið spennisins eða spólunni,
sem er hlullaus, þannig að þar myndast sams konar orku-
hreyfing á lægra þrepi, sem eins konar spegilmynd af fyrri
verkuninni, og sú raforka er síðan nýtanleg á hinu lægra
orkustigi, með tiltölulega litlu tapi, að þvi er orkumagn
óhrærir, fyrir milliflutninginn milli þessara tveggja raun-
verulega ósamtengdu orkukerfa.
Séð á þennan máta er segulaflið fært um að byggja þannig
upp raforku og um leið raforkan að byggja upp segulafl. Ef
vér nú skoðiun segulafls-fyrirbærið nánar og frá annarri hlið,
þá er fróðlegt að taka tvo skeifusegla og athuga verkanir
þeirra. Ef snúið er saman endunum, eins og flest börn hafa
einhverntíma reynt, og vér látum norður-pól snúa á móti
suður-pól á báðum, þá dragast skeifurnar hver að annarri. Sé
þessu hinsvegar snúið við þannig að norður-pólar koma á
móti hvor öðrum og einnig suður á móti suðri, þá kemur fram
merkilegt fyrirbæri. Fyrrnefnd verkun verður þá öfug, þann-
ig að endar skeifanna þrýsta hvor öðrum frá sér.
Með þessa mynd í huga skulum vér nú athuga efnið nánar,
með hliðsjón af því sem áður var sagt. Bent var á að vísinda-
lega séð væri efnið aðeins orka. 1 þvi væri hinsvegar um að
ræða verkanir, sem væru nánast óræðir leyndardómar, þar
sem svo virtist sem eindir efnisins eða öllu heldur eindakerfin
1 efninu ættu að geta farið hvert í gegnum annað, án þess
að veita mótstöðu, þegar hinsvegar um fullkomna mótstöðu
eða viðnám er að ræða í þess stað. Og þá kemur af sjálfu sér