Morgunn - 01.12.1978, Blaðsíða 26
120
MORGUNN
fram sú spurning, hvemig um slíkt geti verið að ræða. Svar-
ið við því er, að ekki sé hægt að skýra þetta með öðru móti
en því, að hugsa sér að eitthvað sé í þvi rúmi, sem er á triilli
hinna fjölmörgu en að tiltölu gisnu kjarnaeinda sem eru á
hreyfingu í efninu, sem raunverulega þeki eða fylli allt rúm-
ið, þannig að ekkert komist í gegn vegna þessa. Og þetta
getur ekki af eðlilegum orsökum verið efniseindirnar sjálfar,
þvi slíkt væri mótsögn sökum þess, hve bilið er mikið á milli
þeirra, og einnig vegna þess hve lítinn hluta rúmsins þær
fylla. — Þegar nú spurt er um, hvað þetta geti verið, kemur
hér að sjálfsögðu að grundvallar hugmynd um gerð efnisins.
Svo virðist mega álykta sem allt rúmið sé, eða verði að vera
fullt af þessu einhverju, sem ekki hefur verið auðið að skýra
með fullnægjandi móti hvað muni vera.
Sé nú horft til segulaflsins með þeim verkunum, sem áður
er lýst i einföldu máli, og þar með einnig horft til atóm-
kraftanna, sem verkandi eru innan efniskjarnanna og þeirra
í milli, þá kemur upp sú spurning hvort hér geti ekki verið
um að ræða hliðstæða verkun við það sem áður kom fram um
segulverkunina. Kraftamir, sem hér séu á ferðinni, séu þann-
ig á ferðinni i kringum hverja eind fyrir sig, þar sem um er
að ræða hvirfilhreyfingu í hverri efniseind, auk hringhreyf-
inga eindanna innan atómanna, með þeim afleiðingum, að
um verði að ræða afleiðslu eða aukaverkanir (secondary ef-
fects) sem talað er um í sambandi við rafsegulinn eða spennu-
breytinn hér á undan, að sé raunverulega fyrir hendi í kring-
um sérhvert atóm og hverja einstaka efniseind. Þannig séð
sé rúmið fullt af þessum afleiðingum afleiðslu- eða aukaverk-
ananna, sem eru þannig orkufyrirbæri er fylla allt rúmið
fullkomlega. Verkanir þessarar orku sé síðan þannig eins og
áður er lýst um segulverkanirnar, að þótt ekki sé í rauninni
um efnislega snertingu að ræða milli tveggja aðskildra kerfa
sem hvort um sig eru bundin saman hið innra sem samstæð
eind eða kerfi, þá verki þau þannig hvort á annað að þau
hrinda hvert öðru frá sér fyrir mótstöðu er virðist efnisleg,