Morgunn - 01.12.1978, Blaðsíða 85
RADDIK I-ESENDA
179
tima og rúmi, og þá fyrst og fremst hvað átt er við með orð-
inu takmarkaður?
Svar: Ekkert verður um það fullyrt enn sem komið er, hvort
alheimurinn sé takmarkaður í tíma eða rúmi. En sumar af
þeim ímyndum (model), sem menn hafa gert sér af alheim-
inum og grundvallað á stærðfræðilegum og eðlisfræðilegum
lögmálum, hafa falið í sér þennan möguleika. Takmörkun
í tima ber að skilja þannig, að alheimurinn hafi átt sér upp-
haf og muni — ef til vill — eiga sér endi, þannig að efni og
orka hætti að vera til, og þá um leið tíminn, því fæstir líta
nú á dögum á timann sem sjálfstætt hugtak, óháð efnislegri
viðmiðun. Vafasamt virðist að tala um að tíminn. liði, ef ekk-
ert er til, sem nota mætti til að marka rás hans.
Takmörkun alheimsins í rúmi, felur það i sér, að við get-
um hugsanlega farið um allan alheiminn, þannig að við
hefðum séð og talið sérhvern hluta hans og sérhvert rými.
Sem hliðstæðu má nefna, að ferðamaður getur hugsanlega
farið um allt yfirborð jarðar og skoðað hvern skika lands og
sjávar, þannig að ekkert sé óskoðað, án þess þó að nokkurn
tíma hafi verið komið að yztu brún eða takmörkum. Þegar
um þrivítt rúm er að ræða, finnst mörgum erfitt að skilja, að
það geti verið takmarkað. Þeir sem hugsa sem svo, að með
því að ferðast eftir beinni línu, hljóti ávallt að vera mögu-
legt að fara lengra og lengra út í geiminn, án takmarkana.
Þetta er þó allt undir því komið, að eiginleikar „beinnar línu“
séu þeir, sem menn gera ráð fyrir ósjálfrátt með sjálfum sér.
f takmörkuðum alheimi myndu jafnvel hinar beinustu línur
liggja í eins konar hring, að sínum upphafspunkti, likt og
„beinar linur“ eftir yfirborði jarðar eru raunverulega stór-
hringar, sem liggja umhverfis jörðina. Það er því sama hvaða
leið er valin i takmörkuðum alheimi, hún liggur aldrei út
að neinum endimörkum, hvað þá út fyrir þau, því að þau
fyrirfinnast ekki.
16. sp.: (Tvíþætt). Hve mörg ljósár eru til fjærstu stjama,
sem hægt er að greina með berum augum? Hve mörg eru þau
til fjærstu stjama, sem nú eru greindar í heztu sjónaukum?