Morgunn


Morgunn - 01.12.1978, Blaðsíða 36

Morgunn - 01.12.1978, Blaðsíða 36
ÁRNI ÓLA rithöfundur: DULSKYGGNI BARNA Sigurður J. Árness ættfræðingur var fæddur í Eystrahreppi 1878. Honum voru þau forlög húin að alast upp hjá vanda- lausum og varð þá að hrekjast bæ frá bæ. Voru vistimar mis- jafnar, eins og þá var títt, en yfirleitt bar hann gott orð því fólki, sem hann dvaldist hjá, þvi að flestir hefðu reynst sér hugulsamir. En hann var ekki eins og önnur börn, og þess fékk hann þráfaldlega að gjalda. Hann var rammskyggn frá barnæsku, sá daglega sýnir, er enginn annar fékk greint, og þessi ónáttúra skyldi barin úr honum. Eflaust hefur fólkið viljað honum vel með þessu og talið að nauðsyn bæri til að hann væri vaninn af þessu, svo að hann yrði ekki hérvillingur með aldrinum. Af tómum skilningsskorti beitti það hann harð- ýðgi, og það varð til þess, að hann gerðist innhverfur og reyndi eftir mætti að hylma yfir það, sem fyrir hann bar. En sýnirnar bar fyrir hann eftir sem áður. Ég kynntist Sigurði fyrst þegar hann var um áttrætt. Sagði hann mér margt frá æviferli sínum, og birti ég sumt af því i bókinni Aldaskil. Þar segir frá því, að skyggni hans helst alla ævi, hann fékk margs konar vitranir og var draumspakur. En þar segir ekki frá því, er fyrir hann bar í æsku, en sú reynsla var merkileg. Og vegna þess, að fátt hefur verið ritað um skyggni barna, skal nú rifjuð upp ein saga, er hann sagði mér, og reynt að þræða frásögn hans sjálfs. Þegar Sigurður var 8 ára að aldri, var honum komið fyrir i Efra-Langholti hjá hjónunum Helga Björnssyni og Guðrúnu Halldórsdóttur. En þar var hann ekki nema árið, því næsta vor skildu hjónin samvistir og var barninu þá komið fyrir í Laxárdal. Átti Helgi bóndi að flytja hann þangað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.