Morgunn


Morgunn - 01.12.1978, Qupperneq 39

Morgunn - 01.12.1978, Qupperneq 39
DULSKYGGNI BARNA 133 þetta var, hóf hún upp raust sína og var heldur háværari en vera bar innan um sofandi fólk: „Hvað er að þér strákur, ertu að leika draug? Alltaf ferðu versnandi og endar með því að verða vitlaus." Við þetta vaknaði Jónas og var ekki mjúkur á manninn: „Láttu strákfjandann eiga sig, okkur má standa á sama þótt hann drepist.“ — Sigurður bað þau að vera róleg, því að hann ætlaði að hreiðra um sig milli hundanna. Þetta gerði hann svo og leið sæmilega hjá þeim um nóttina, því að þá fór úr honum hræðslan og skjálftinn. Morguninn eftir vaknaði Sigurður í hundabælinu um fóta- ferðartima og fannst sem hann hefði náð sér aftur. En nú blasti við ný skelfing. Hann sá hvar Margrét stóð hjá rúmi Sæmundar og hélt um höfuð hans, en hann var með ógurleg uppköst og engdist sundur og saman af átökunum við að kúg- ast. Sæmundur steig ekki á fætur eftir þetta. Á fimmta veikindadegi hans voru þau vinnuhjúin og Sig- urður send inn á dal að snúa heyflekkjum. Var þá brakandi þerrir og heitt í veðri. En vinnutíminn varð ekki lengri en nokkuð fram yfir nón. Þá kom Guðrún Jónasdóttir að heiman send að biðja þau að koma þegar heim, því að Sæmundur vildi kveðja þau hinstu kveðju, hann væri nú við andlátið. Þá fór Sigurður að gráta og starði nú á dalseggina svörtu, sem þegar hafði boðað honum þessa fregn er hann leit hana i fjnsta sinn. „Brúnin á dalnum var óþolandi esp.“ Þau brugðu skjótt við og fóru heim, en þegar Sigurður leit a andlit hins deyjandi manns, hnykkti honum mjög við, því að þarna sá hann sama andlitið og hann hafði séð á rúmgafl- inum skömmu áður, afmyndað af þjáningum. Sæmundur dó moðan þau stóðu yfir honum. Þegar útför Sæmundar var gerð, sá Sigurður aftur sömu sýnina, er hann hafði séð við traðarhliðið skömmu áður. Lík- kista var sett þverbaka á Grána Sæmundar. Líkfylgdin gekk a eftir kistunni eftir tröðunum og siðan eftir götutorðningun- út í Árdalinn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.