Morgunn - 01.12.1978, Blaðsíða 83
RADDIR LESENDA
177
hvit dvergstjarna. Áðrír fylgihnettir (jarðstjörnur) hafa ekki
fundist, en tilvist slíkra hnatta í grennd við fáeinar aðrar
nálægar stjörnur er talin sönnuð af smávægilegum hreyfing-
um þessara stjarna. Þetta var þá jafnframt svar við sjöundu
spurningu.
7. sp. var svona: Er nokkur möguleiki að greina fylgihnetti
Síriusar?
8. sp.: Teljið þér ekki sennilegast, ef vitverur annarra
hnatta væru búnar að ná sambandi sin á milli þá værum við
jarðarbúar búnir að fá kveðju frá þeim fyrir löngu?
Svar: Áttundu spurningu verð ég að svara neitandi. Vega-
iengdir milli stjarna i geimnum eru slíkar að fremur litlar
líkur eru til þess að við yrðum þess áskynja þótt vitsmuna-
verur annars staðar i geimnum næðu sambandi sín á milli.
Á ég þar við tæknilegt fjarskiptasamband, sem ekki brýtur í
bága við þekkt eðlisfræðileg lögmál.
9. sp.: Hve mörg ár væri gangandi maður, sem fer sér
fremur hægt, eða hundrað km á sólarhring, á leiðinni til
tunglsins, ef hann héldi alltaf áfram og hvað yrði hann mörg
þúsund ár að rölta til sólarinnar með sama hraða?
Svar: Gangandi maður, sem færi hundrað km á sólarhring,
væri rúm tíu ár að komast til tunglsins, en fjögur þúsund
og eitt hundrað ár þyrfti hann, ef hann ætlaði að komast til
sólarinnar með sama hraða.
10. sp.: Til glöggvunar um stærð sólarinnar. Ef við hugs-
wn okkur jörðina i miðri sólunni, og mánann á sinni venju-
legu braut umhverfis hana, væri þá samt ekki næstum eins
löng leið frá mánanum að yfirborði sólarinnar og til jarðar?
Svar: Það er rétt, að ef jörðin væri í sólinni miðri og mán-
'nn á sinni venjulegu braut, væri næstum eins löng leið frá
honum að yfirborði sólar og til jarðar.
11. sp.: Tviþætt. Hvaða öfl — eða aðstæður — teljið þér
að hafi valdið því, að aðrir eins risar og Júpíter og Satúmus
urðu til meðal reikistjarnanna? Finnst yður ekki meiri líkur
fynr því, að einhvem tíma hafi þeir alið lif við brjóst sér?
Svar: Reikistjörnurnar em taldar hafa myndast úr sömu
12