Morgunn


Morgunn - 01.12.1978, Blaðsíða 62

Morgunn - 01.12.1978, Blaðsíða 62
156 MORGUNN Árið 1922, þegar Krishnamurti var tuttugu og sjö ára, varð hann fyrir andlegri reynslu, sem gjörbreytti lifi hans og gerði honum ljóst að hann gæti því aðeins fylgt sannleikanum að hann væri algjörlega frjáls og óháður. Einn helsti trúnaðar- vinur Krishnamurtis á þeim árum var lafði Emely Lutyens. Elún hugðist birta þessar frásagnir og hin mörgu bréf hans í sjálfsævisögu sinni, Candles in the Sun, en fékk ekki leyfi til þess þá. Hins vegar birtist þetta hvort tveggja í fyrsta skipti í þessari ævisögu. Það eru ekki nema tvö ár síðan þessi bók Mary Lutyens kom út á ensku og sé bókaútgáfunni Þjóðsögu þökk fyrir að hafa brugðist svo skjótt við að láta snúa henni á íslenzku. Það gefur bókinni sérstakt gildi að hún er skrifuð fyrir atbeina Krishnamurtis sjálfs og með allri þeirri hjálp sem hann gat í té látið. En þrátt fyrir það hafði höfundur algjörlega frjálsar hendur. Hún lýsir fyrst og fremst hvernig hæfileikar Krishna- murtis sem fræðara þróuðust og hinu einstæða afreki hans að losa sig úr greipum vildarvina sinna, sem ríghéldu í hann í viðleitni sinni til að fá hann til að taka að sér messíasarhlut- verkið i hefðbundnum skilningi. Það sem gerir Mary Lutyens hæfa til þess að skrifa þessa bók er það, að hún hefur þekkt Krishnamurti síðan 1911. Og árin 1922 til 1929 átti hún sjálf mikla hlutdeild í þeirri reynslu sem bókin greinir frá og síðustu þrjú ár þessa tímabils gegndi hún sérstöku hlutverki í lífi hans. Þessi bók sem er 420 blaðsíður að stærð er hinn mesti feng- ur hverjum andlega hugsandi Islendingi. Hún sýnir betur en flest annað, að vegur sannleikans er ekki neinn greiðvegur á rósum, heldur þyrnum stráður og freistingum, sem oft er ekki á færi nema mikilmenna að standast. Þetta er saga byltingar- manns, sem ekki er ataður blóði meðbræðra sinna, heldur tekst að gera uppreisn gegn þeim sem hann ann mest án þess að nokkur blettur falli á kærleika hans til þeirra og virðingu. Þessi saga er því engri byltingarsögu lík og afarmikilvæg og lærdómsrík hverjum þeim manni sem lætur sig nokkru skipta andleg mál og eigin velferð. Ég fagna þessari bók og ráðlegg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.