Morgunn - 01.12.1978, Blaðsíða 51
NIÐURSTOÐUR . .
145
afstaða hennar mörkuð af því viðhorfi að ég mætti sjálf eitt-
hvað af þeim læra.
Þá virtist ljósveran hafa mikinn áhuga á allri þekkingu
og lagði áherzlu á ýmis atriði er að henni lutu, hvatti mig
til þess að halda áfram námi og sagði, að þegar hún myndi
nálgast mig aftur (þá hafði veran þegar sagt mér að ég ætti
í þetta sinn að hverfa aftur til jarðlífsins) myndi lögð áherzla
á aukna þekkingu. Hún sagði að þekkingarleitin væri órofin
þróunarbraut og mér tók að skiljast, að þeirri leit lyki ekki
við líkamsdauðann. Ég tel að ljósveran hafi reynt að nota
þessa æviupprifjun til þess að veita mér fræðslu og aukna
innsýn.
Þetta var sannarlega ákaflega einkennilegt. Þarna var ég
og horfði á þessa upprifjun ævi minnar. Ég fylgdist af ná-
kvæmni með öllu og þó gekk þetta svo örhratt fyrir sig.
Birtubjarminn umlukti mig og ég tók að fylgjast með upp-
rifjuninni og svo var birtan þarna aftur í fullum ljóma.
Hvort þetta tók fimm mínútur eða fimm sekúndur, það er
mér um megn að ákveða.
Ég var óneitanlega nokkuð áhyggjufull meðan ég hélt að
mér ætti ekki að veitast náð til þess að lifa lengur á jörðinni,
og það vakti mér kvíða um hríð. En ég naut þess að fylgjast
nieð þessari upprifjun. Það var reglulega skemmtilegt og þá
ekki sizt það, að hverfa aftur til minna fyrstu bernskuára,
nánast eins og ég endurlifði þau til fulls. Allt virtist þetta
stefna að því að sýna mér ævi mina þannig, að mér mundi
ekki unnt að skoða hana og meta betur með öðru móti.“
I þessari frásögn er hersýnilegt að ljósveran leggur áherzlu
a tvo lífsþætti sérstaklega: Að leitast við að auðsýna öðrum
kærleika og að leita sér aukinnar þekkingar.
En hver er nú afstaða manns, þegar það fer að renna upp
fyrir honum að hann kunni að vera dáinn? Að vísu i beim
skilningi, að hann hefur fulla meðvitund og fylgist jafnvel
með því, sem reynt er að gera við líkama hans og gerist i
kringum hann. Hvemig tekur hann því að hverfa úr jarð-
10