Morgunn


Morgunn - 01.12.1978, Blaðsíða 49

Morgunn - 01.12.1978, Blaðsíða 49
NIÐURSTOÐUR . . 143 stóð, fannst mér allt vera bjart og fagurt. Þetta var dýrðleg stund.“ Ég hef alltaf talið það mjög mikilvægt, að við gerum okkur fulla grein fyrir því, að það er lögmál, að uppskera okkar hljóti ævinlega að verða í samræmi við sáninguna. Þess vegna læt ég í leikriti mínu 1 Ijósaskiptum fólkið verða að sjá liðið líf sitt fyrir sér í algjörlega miskunnarlausu ljósi sannleikans. 1 lífinu höfum við lag á því að „gleyma“ því sem við höfum gert ósæmilegt, en minnast fremur hins, sem gott kann að þykja. En við verðum að læra að horfast í augu við galla okkar líka. Það er eina leiðin til þess að geta bætt þá. Þetta kemur mjög greinilega fram í reynzlu þeirra, sem segja frá hvað henti þá meðan þeir voru „látnir“ i bók Moodys, LífiS eftir lífiS. „Þegar ljósið birtist mér, var það fyrsta sem ljósveran sagði við mig þetta: „Hvað getur þú sýnt mér, sem þú hefur afrekað á æviskeiði þínu?“ Það var að minnsta kosti eitthvað ekki fjarri þessum orðum. Um leið hófst sýning þessara upp- rifjunarmynda. Þá varð mér hugsað: „Jæja, hvað er nú á seiði?“ Enda var í þeirri andránni brugðið upp myndum frá fyrstu bemsku minni. Siðan var þvi líkast sem það liéldi íifram allt frá þessum fyrstu árum til allra síðustu daga minna. Þetta var mjög athyglisvert allt frá upphafi — það hófst með myndum af mér þar sem ég var lítil stúlka og lék mér við lækinn, sem rann um landareignina — og þar rak hver myndin aðra frá þeim timum — myndir af ýmsum atriðum, sem báru fyrir mig og systur minar af einu og öðru sem ég atti í við nágrannana og af stöðum sem ég hafði dvalið á. Svo var ég i barnagæzludeild og þá rifjaðist upp fyrir mér minningin um það, þegar eina leikfangið sem mér þótti vænt um brotnaði, og ég grét langa lengi. Þetta var sár upprifjun. Myndirnar röktu æviskeið mitt áfram, rifjuðu upp fyrir mér, þegar ég var skátastúlka og var með i útilegum og einnig drógu þair fram ýmsar minningar frá skólaárunum. Þegar eg var í sjöunda og áttunda bekk, þótti mér mikill heiðurs-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.