Morgunn - 01.12.1978, Blaðsíða 57
RITSTJÓRARABB
151
bærum. Þetta hefur verið gert með máraðarlegum erindum
og útgáfustarfsemi.
Þótt leið forystumanna spíritismans á Islandi
s-7 ^en a hafi verið brött og torsótt, þá hefur mikið
áunnist. Island telst nú til þeirra landa, þar
sem skoðanir hans njóta einna mestrar virðingar meðal þjóð-
arinnar. Það eru að sjálfsögðu ekki einungis áhrif ritfærra
manna, heldur fyrst og fremst, að Island hefur iðulega haft
á að skipa ómetanlegum miðlum, sem með starfi sínu hafa
getað sannfært fjölda manna á persónulegan hátt á sam-
bandsfundum, bæði einkafundum og opinberum, því hér
hafa einnig verið haldnir opinberir skyggnilýsingafundir i
stærstu samkomuhúsum landsins, sem hafa sannfært enn
fleiri. Starfsamastur þessara miðla hefur undanfarin 40 ár
verið Hafsteinn Björnsson, sem lézt á s. 1. ári og er hans þegar
sárt saknað. Hann vakti athygli langt út fyrir landsteinana
fyrir óvenjulega hæfileika sína, og var Ameríska sálarrann-
sóknafélagið byrjað rannsóknir á hæfileikum hans, sem ekki
var lokið, þegar hann féll frá. En það er einmitt hið mikil-
vægasta að hæfileikar góðra miðla séu rannsakaðir á vís-
indalegan hátt af hlutlausum og vel menntuðum mönnum.
Sextíu ára
afmæli
S. R. F. í.
mælum sínum
Stjórn félagsins hefur ákveðið að nota þetta
merkisafmæli til þess að minnast nokkurra
látinna félaga, sem á sínum tíma höfðu mikil
áhrif á Islendinga í ræðu og riti með um-
og fræðslu um mikilva^gi kenninga spíri-
tismans. Þetta verður gert með útgáfu bókar, sem ber nafnið
EÁTNIR LIFA. Efni hennar verður fyrst og fremst úrvals-
rilgerðir eftir sjö menn, sem allir urðu þjóðkunnir fyrir rit-
smíðar um þetta efni og margt fleira. Hér að framan hefur
lítillega verið getið aðalfrumherjanna, sem stofnuðu S. R. F. 1.,
þeirra Einars H. Kvarans og Haralds Níelssonar. Aðrir, sem
ntgerðir eiga í bók þessari eru skáldið og rithöfundurinn